Fljótleg Paella

March 09, 2020

Fljótleg Paella

Fljótleg Paella 
Spánskur þjóðarréttur 
Ég hef persónulega fengið bæði æðislegar Paellu og líka miður góða og þær eru sagðar eins misjafnar og þær eru margar, eitt sem mér var þó sagt einu sinni var að ef það stæði á matseðlinum að það tæki x tíma að matreiða Paelluna þá væri hún ekta, ég ætla að trúa því þar sem það stóð einmitt þar sem ég fékk þá bestu sem ég hef fengið en það var í Barcelona, rétt hjá Santa María kirkjunni.

2.5 -3 dl hrísgrjón 
1 msk smjör 
Svolítið safran (nóg til að gefa lit) 
Örlítið salt og pipar 
1 grillaður kjúklingur 
1 msk matarolía 
2 hvítlauksrif 
1 tsk paprikuduft 
1 paprika rauð, skorin í ræmur 
1 dós kræklingur 
150 gr rækjur 

Hitið hrísgrjónin í bræddu smjöri. Látið safron,vatn og salt út í og sjóðið þar til hrísgrjónin eru meir.
Á meðan skerum við kjúklinginn í litla bita. Hellið olíunni í pott og látið hvítlaukinn krauma þar í fáeinar mínútur.
Takið svo hvítlaukinn upp og hitið kjúklinginn, kræklinginn og rækjunum saman við hrísgrjónin.
Setjið lokið a pottinn og látið standa í 2-3 mín, eða þangað til kræklingurinn og rækjurnar eru orðin heit.

Borið gjarnan fram með snittubrauði. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa