Einiberjagrafinn lax

March 09, 2020

Einiberjagrafinn lax

Einiberjagrafinn lax með epla og hvítlaukssósu
Þetta er ekki flóknara en þetta að grafa lax, hélt alltaf að þetta væru hálfgerð geymvísindi!

Hefur þú grafið lax ? og hvernig heppnaðis þá, áttu uppskrift sem hljómar öðruvísi en þessi ? 

700 gr laxaflak
35 gr. salt
20 gr. sykur
4 gr. einiber
8 gr. græn piparkorn
30 ml ólífuolía

Beinhreinsið laxinn og setið í bakka. 
Blandið saman salt og sykri og stráið yfir laxaflakið. 
Steytið einiberin og piparkornin og stráið jafnt yfir flakið. 
Að lokum er ólífuolíunni dreift yfir flakið. 

Látið laxinn marinerast í kæli í 36 kls.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa