March 09, 2020
Einiberjagrafinn lax með epla og hvítlaukssósu
Þetta er ekki flóknara en þetta að grafa lax, hélt alltaf að þetta væru hálfgerð geymvísindi!
Hefur þú grafið lax ? og hvernig heppnaðis þá, áttu uppskrift sem hljómar öðruvísi en þessi ?
700 gr laxaflak
35 gr. salt
20 gr. sykur
4 gr. einiber
8 gr. græn piparkorn
30 ml ólífuolía
Beinhreinsið laxinn og setið í bakka.
Blandið saman salt og sykri og stráið yfir laxaflakið.
Steytið einiberin og piparkornin og stráið jafnt yfir flakið.
Að lokum er ólífuolíunni dreift yfir flakið.
Látið laxinn marinerast í kæli í 36 kls.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 25, 2024
June 12, 2024
June 03, 2024