May 13, 2020
Eggjakaka með bönunum,
sveppum, ólívum og osti er ein af þeim sem ég hef sett saman bara úr því sem hefur verið til á heimilinu.
2-3 egg
1.banani
10.stk olívur (svartar, niðurskornar)
Sveppir, niðurskornir
Ostasneiðar eða mosarella ostur rifinn
Hrærið eggið, setjið smá smjör á pönnu og steikið sveppina létt og olívurnar, hellið svo eggjablöndunni yfir og banana ofaná og látið malla á vægum hita og setjið svo ostasneiðarnar ofaná og kryddið með smá salti og pipar og lokið henni svo og njótið.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 12, 2025
Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!
June 28, 2025
Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.
March 20, 2025
Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.