Eggjahræra sælkerans

September 30, 2021

Eggjahræra sælkerans

Eggjahræra sælkerans
Mín útgáfa að sælkera eggjaköku með bönunum, blómkáli, brokkólí, radísum og blaðlauk, dúndur góð blanda saman. (Fyrir einn en auðvelt er að stækka uppskriftina)

2.egg pískuð vel saman
1/2 dl mjólk
2-3 radísur
smá blaðlaukur í sneiðum
1/2 banani, skorinn í sneiðar
1/4 haus af brokkólí og blómkáli, sjá mynd
Ostabitar, gott er að nota afgangsostinn upp til agna eða strá mosarella yfir
Salt og pipar úr kvörn eftir smekk

Blandið öllu saman og hellið á pönnuna og látið malla á vægum hita og bætið svo ostinum ofan á í restina og látið hann bráðna.

Gott er að strá smá parmesan osti ofan á.
Deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Tortillur með risarækjum!
Tortillur með risarækjum!

May 15, 2024

Tortillur með risarækjum
Æðislegur réttur, hvort heldur sem forréttur, smáréttur, aðalréttur eða partur af veisluborðinu. Ég var með hann að þessu sinni sem aðalrétt og naut vel.

Halda áfram að lesa

Heimagerð kotasæla
Heimagerð kotasæla

February 24, 2024

Heimagerð kotasæla
Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt. 

Halda áfram að lesa

Tartalettur deluxe Heinz
Tartalettur deluxe Heinz

January 23, 2024

Tartalettur deluxe Heinz 
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.

Halda áfram að lesa