Eggjabrauð

February 11, 2020

Eggjabrauð

Eggjabrauð

Þegar krakkarnir voru ungir þá var eggjabrauð þeirra uppáhald og það verður að segja að það hefur ekkert breyst, enn þann daginn í dag elskum við það!

Það sem til þarf:
Samlokubrauð
Skinka, má líka bara vera ostur
Ostur í sneiðum
Egg
Krydd
Smjör

Hrærið egg, fleirri eftir því hvað mörg eggjabrauð á að útbúa.
Kryddið og veltið svo samlokunni uppúr eggjablöndunni og skellið svo á pönnuna, smá stund á hvorri hlið.

Berið fram með salati.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa