February 11, 2020
Eggjabrauð
Þegar krakkarnir voru ungir þá var eggjabrauð þeirra uppáhald og það verður að segja að það hefur ekkert breyst, enn þann daginn í dag elskum við það!
Það sem til þarf:
Samlokubrauð
Skinka, má líka bara vera ostur
Ostur í sneiðum
Egg
Krydd
Smjör
Hrærið egg, fleirri eftir því hvað mörg eggjabrauð á að útbúa.
Kryddið og veltið svo samlokunni uppúr eggjablöndunni og skellið svo á pönnuna, smá stund á hvorri hlið.
Berið fram með salati.
December 26, 2020
November 13, 2020
November 03, 2020