Eggjabaka með aspas

March 21, 2020

Eggjabaka með aspas

Eggjabaka með aspas 
Eða eins og margir kalla þær omelettur, mikið væri ég til í að vita hvaðan þetta orð er komið, ef einhver veit það, þá má hinn sami fræða okkur um það takk.

4-5 egg
Grænn aspas í dós
Skinka
Gul paprika
Blaðlaukur
Parmesian ostur
2-3 dl mjólk
Salt & pipar

Hrærið eggin vel, skerið papriku og blaðlauk í bita og hrærið með.
Setjið smá smjör/smjörlíki á pönnu og bræðið við vægan hita. Setjið eggjablönduna á pönnuna.
Bætið svo sneiðum af skinku ofan á blönduna ásamt aspasinum og raspið ostinn yfir eftir smekk.
Kryddið með salt & pipar
Setjið lokið yfir og látið malla við vægan hita þar til eggjabakan er bökuð í gegn.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa