Eggjabaka með aspas

March 21, 2020

Eggjabaka með aspas

Eggjabaka með aspas 
Eða eins og margir kalla þær omelettur, mikið væri ég til í að vita hvaðan þetta orð er komið, ef einhver veit það, þá má hinn sami fræða okkur um það takk.

4-5 egg
Grænn aspas í dós
Skinka
Gul paprika
Blaðlaukur
Parmesian ostur
2-3 dl mjólk
Salt & pipar

Hrærið eggin vel, skerið papriku og blaðlauk í bita og hrærið með.
Setjið smá smjör/smjörlíki á pönnu og bræðið við vægan hita. Setjið eggjablönduna á pönnuna.
Bætið svo sneiðum af skinku ofan á blönduna ásamt aspasinum og raspið ostinn yfir eftir smekk.
Kryddið með salt & pipar
Setjið lokið yfir og látið malla við vægan hita þar til eggjabakan er bökuð í gegn.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Veisluspjót
Veisluspjót

May 20, 2023

Veisluspjót
Alltaf gaman að útbúa sjálf/ur matinn í veisluna ef maður hefur tíma og getur það. Gæti meira segja verið gaman að hóa saman fjölskyldunni eða vinunum og útbúa svona saman og njóta þess svo að borða saman.

Halda áfram að lesa

Snittur með hrognum
Snittur með hrognum

February 01, 2023

Snittur með hrognum
Ég var með afgang af hrognum og ákvað því að útbúa mér veislu máltíð daginn eftir úr þeim og útkoman var hreint út sagt frábær, Næst kaupi ég þau bara og útbý svona snittur beint og bíð upp á!

Halda áfram að lesa

Hangikjöts tartalettur
Hangikjöts tartalettur

January 23, 2023

Hangikjöts tartalettur 
Hérna kemur mín útgáfa að tartalettum með afganginum af hangikjötinu, baununum, sósunni og kartöflunum.

Halda áfram að lesa