March 21, 2020
Eggjabaka með aspas
Eða eins og margir kalla þær omelettur, mikið væri ég til í að vita hvaðan þetta orð er komið, ef einhver veit það, þá má hinn sami fræða okkur um það takk.
4-5 egg
Grænn aspas í dós
Skinka
Gul paprika
Blaðlaukur
Parmesian ostur
2-3 dl mjólk
Salt & pipar
Hrærið eggin vel, skerið papriku og blaðlauk í bita og hrærið með.
Setjið smá smjör/smjörlíki á pönnu og bræðið við vægan hita. Setjið eggjablönduna á pönnuna.
Bætið svo sneiðum af skinku ofan á blönduna ásamt aspasinum og raspið ostinn yfir eftir smekk.
Kryddið með salt & pipar
Setjið lokið yfir og látið malla við vægan hita þar til eggjabakan er bökuð í gegn.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 12, 2025
Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!
June 28, 2025
Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.
March 20, 2025
Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.