March 27, 2020
Djúpsteiktir hvítmygluostar eða smjörsteiktir
Það er virkilega gaman að elda sinn eiginn frá grunni þótt það sé alveg í boði orðið að kaupa þá tilbúna í pakka.
Ég man eftir einu skipti þar sem ég og vinkona vorum að fara djúpsteikja okkur Camembert og þegar maður er að velja sér ostinn þá er ágætt að hann sé aðeins þroskaður en þessi hann var svo þroskaður að hann lak bara jafnóðum út og við vorum ekki einu sinni byrjaðar að djúpsteikja hann, haha, skemmtilegu atvikin eru alltaf í minningunum.
Dalayrja, Dalabrie eða Camembert
2 msk. hveiti
1/8 tsk. pipar
1 egg
2 msk. brauðmylsna
Matarolia eða smjör til steikingar
Skerið ostinn í geira.
Veltið þeim fyrst upp úr hveiti og pipar, þá úr eggi og brauðmylsnu.
Steikið þar til þeir verða fallega gulbrúnir.
Einnig má steikja ostinn í smjöri.
Berið ostageirana fram strax með ristuðu brauði og sultu.
Þennan rétt má nota sem eftirrétt eða sem sjálfstæðan smárétt.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 30, 2025
Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.
August 01, 2025
Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu.
July 21, 2025
Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.