Djúpsteiktir hvítmygluostar

March 27, 2020

Djúpsteiktir hvítmygluostar

Djúpsteiktir hvítmygluostar eða smjörsteiktir
Það er virkilega gaman að elda sinn eiginn frá grunni þótt það sé alveg í boði orðið að kaupa þá tilbúna í pakka.
Ég man eftir einu skipti þar sem ég og vinkona vorum að fara djúpsteikja okkur Camembert og þegar maður er að velja sér ostinn þá er ágætt að hann sé aðeins þroskaður en þessi hann var svo þroskaður að hann lak bara jafnóðum út og við vorum ekki einu sinni byrjaðar að djúpsteikja hann, haha, skemmtilegu atvikin eru alltaf í minningunum.

Dalayrja, Dalabrie eða Camembert
2 msk. hveiti
1/8 tsk. pipar
1 egg
2 msk. brauðmylsna
Matarolia eða smjör til steikingar

Skerið ostinn í geira.
Veltið þeim fyrst upp úr hveiti og pipar, þá úr eggi og brauðmylsnu.
Steikið þar til þeir verða fallega gulbrúnir.
Einnig má steikja ostinn í smjöri.
Berið ostageirana fram strax með ristuðu brauði og sultu.
Þennan rétt má nota sem eftirrétt eða sem sjálfstæðan smárétt.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Tartalettur með tígrisrækjum
Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

Halda áfram að lesa

Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur

July 19, 2023

Beikonvafðar döðlur
Þessar eru afar vinsælar í veislum og líka svo rosalega góðar. Svo ég mæli með slatta ef þetta er stór veisla en annars bara nokkrum á mann í smá partýið heima.

Halda áfram að lesa

Heitar brieostasnittur
Heitar brieostasnittur

July 19, 2023

Heitar brieostasnittur
Æðislega góðar á veisluborðið eða bara á notalegu kvöldi heima að njóta þess að vera, hér og nú!

Halda áfram að lesa