Djúpsteiktir hvítmygluostar

March 27, 2020

Djúpsteiktir hvítmygluostar

Djúpsteiktir hvítmygluostar eða smjörsteiktir
Það er virkilega gaman að elda sinn eiginn frá grunni þótt það sé alveg í boði orðið að kaupa þá tilbúna í pakka.
Ég man eftir einu skipti þar sem ég og vinkona vorum að fara djúpsteikja okkur Camembert og þegar maður er að velja sér ostinn þá er ágætt að hann sé aðeins þroskaður en þessi hann var svo þroskaður að hann lak bara jafnóðum út og við vorum ekki einu sinni byrjaðar að djúpsteikja hann, haha, skemmtilegu atvikin eru alltaf í minningunum.

Dalayrja, Dalabrie eða Camembert
2 msk. hveiti
1/8 tsk. pipar
1 egg
2 msk. brauðmylsna
Matarolia eða smjör til steikingar

Skerið ostinn í geira.
Veltið þeim fyrst upp úr hveiti og pipar, þá úr eggi og brauðmylsnu.
Steikið þar til þeir verða fallega gulbrúnir.
Einnig má steikja ostinn í smjöri.
Berið ostageirana fram strax með ristuðu brauði og sultu.
Þennan rétt má nota sem eftirrétt eða sem sjálfstæðan smárétt.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa