Brauðsneiðar í ofni

April 02, 2021

Brauðsneiðar í ofni

Brauðsneiðar í ofni
Margir þekkja hinar sígildu útgáfur af brauð í ofni með áleggi eins og skinku, hangikjöti, bökuðum baunum ofl með osti ofan á og hitað í ofni en þegar ég setti inn mynd af brauðsneiðum með hangikjöti og osti á Heimilismatur grúppuna mína um daginn þá komu ansi margar skemmtilegar og áhugaverðar útgáfur í ljós sem ég ætla að setja hérna saman fyrir okkur öll til að geta gripið í og skoðað, prufað og notið og það ættu allir að finna sér sína eigin útgáfu, já og prufa nýjar að sjálfsögðu, ég skora allavega á ykkur að prufa eitthvað af þessum nýju og ef þið gerið það, þá má endilega deila því með okkur á síðunni.

Ég spurði hópinn hvort hann kannaðist við mína útgáfu, hangikjöt og ostur ofan á brauð sem er smurt með smjöri/smjörva áður og sett svo inn í ofn þar til osturinn er gullinbrúnn og það lá ekki á svörunum og útgáfum annarra.

Hérna koma nokkrar útgáfunum frá fleirrum, skemmtilega áhugaverðar margar.

Hangikjöt aspas og ostur
Laukur, tómatsósa og ostur
Skinku og tómötum
Bakaðar baunir og remúlaði, remúlaði smurt á brauðið svo baunir og ostur.
Skinka, ananas og ostur.
Skinka, aspas og ostur.
Rauðkál og ostur, rauðkál ofan á brauðið og ostur yfir svo það sé alveg á hreinu.
Brauð, kartöflumús, barbeque sósa og ostur sett í örbylgjuna/ofn.
Bakaðar baunir og ostur.
Tómatsósa og ostur, einfalt og alltaf jafn gott, ekta fyrir krakkana.
Brauð, hangikjöt, ostur og kokteilsósa, ansi frumleg þessi.
Skinka, bakaðar baunir og ostur.
Bjúgu, tómatsósa og ostur. Já sæll (tómatsósa sett á brauðið, bjúgun skorin í sneiðar og raðað á brauðið og ostur yfir og inn í ofn.
Samloka í grilli eða á kamínu með hangikjöti og osti.
      
Og ein frumleg sem ég varð bara að smakka strax!
Brauð, sardínur í dós með tómatsósu, stappað á brauð sem hefur verið smurt með smjöri fyrst og svo ostur ofaná og inn í ofn. Smakkaðist vel.

Njótið & deilið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa