August 12, 2022
Bræddur Búri með hunangi og furuhnetum
Þessi dásamlega blanda af bræddum Búra með hunangi og furuhnetum passar svo dásamlega vel á veisluborðið eða eitt og sér á góðu kvöldi til að njóta með góðu kexi og jafnvel rauðvínstári.
1.stk Búri eða partur af honum ef aðeins fyrir einn
Hunang
Furuhnetur
Skerið búrann smá niður og raðið í eldfast form og hellið svo hunanginu ofan á og bætið við furuhnetunum á toppinn. Setjið inn í ofn í um 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullin brúnn, eins er hægt að setja þetta beint í Air fryerinn og setja á ca.4 mínútur eða prufa sig áfram þar.
Borið fram með Ritz kexi eða öðru eftir smekk.
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 29, 2024
July 25, 2024
June 12, 2024