Bóndasamloka!

July 13, 2023

Bóndasamloka!

Bóndasamloka!
Grilluð samloka með rjómaosti, tómötum og mosarella osti sem er bæði mjög fljótlegt að útbúa og einstaklega góð.

Bóndabrauð-sneiðar 
Rjómaostur
Tómatur
Mosarella ostur

Og svo er auðvelt að bæta ofan á hana allsskonar kjötmeti.



Smyrjið brauðið með rjómaostinum, skerið niður tómat í sneiðar og setjið ofan á, piprið með pipar úr kvörn og stráið svo mosarella osti ofan á og setjið samlokuna í grillið. 


Grillið þar til gullin brúnt og osturinn er bráðnaður.

Gott að skola þessu niður með Mist.

Verði ykkur að góðu.

Elska það ef þið deilið áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa