Bóndasamloka!

July 13, 2023

Bóndasamloka!

Bóndasamloka!
Grilluð samloka með rjómaosti, tómötum og mosarella osti sem er bæði mjög fljótlegt að útbúa og einstaklega góð.

Bóndabrauð-sneiðar 
Rjómaostur
Tómatur
Mosarella ostur

Og svo er auðvelt að bæta ofan á hana allsskonar kjötmeti.



Smyrjið brauðið með rjómaostinum, skerið niður tómat í sneiðar og setjið ofan á, piprið með pipar úr kvörn og stráið svo mosarella osti ofan á og setjið samlokuna í grillið. 


Grillið þar til gullin brúnt og osturinn er bráðnaður.

Gott að skola þessu niður með Mist.

Verði ykkur að góðu.

Elska það ef þið deilið áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa

Hrogn á rúgbrauði!
Hrogn á rúgbrauði!

February 24, 2025

Hrogn á rúgbrauði!
Þegar ég er með hrogn í matinn, sem er farið að vera núna árlega hjá mér þá er oftar en ekki afgangur og þá er nú gaman að gera eitthvað skemmtilegt úr restinni. Ég hef gert þetta áður og sett á snittubrauð, sjá hérna.

Halda áfram að lesa

Grilluð pepperoníloka
Grilluð pepperoníloka

October 29, 2024

Grilluð pepperoníloka
Stundum langar manni bara í eitthvað fljótlegt en gott og hérna setti ég saman ljúffenga samloku og setti í grillið.

Halda áfram að lesa