Chili túnfisk pizza

April 21, 2022

Chili túnfisk pizza

Chili túnfisk pizza
Vinkona mín fékk sér súpergóða túnfisk pizzu úti og póstaði mynd og ég bara varð að prufa þessa útfærslu af pizzu svo hérna kemur hún.

1.stk pizzakúla/deig
Túnfisk í chilisósu frá Ora
Maiz korn
Svartar ólívur
Rauðlaukur
Pizzasósa
Mozzarella ostur
     
Fletjið út deigið og smyrjið pizzasósunni yfir. Stráið síðan ostinum og þar ofan á túnfiskinum, maiz, niðurskornum rauðlauknum og svörtu ólívunum. Kryddið með pizzakryddi eða oregano ef vill. Ath að chili túnfiskurinn er í sterkari kantinum og þá er lítið mál að nota bara venjulegan.

Bakið í 25-30 mínútur á 180°c


Uppskrift af pizzadeigi fyrir þá sem vilja gera sitt eigið:

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 


Njótið og deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa