April 21, 2022
Chili túnfisk pizza
Vinkona mín fékk sér súpergóða túnfisk pizzu úti og póstaði mynd og ég bara varð að prufa þessa útfærslu af pizzu svo hérna kemur hún.
1.stk pizzakúla/deig
Túnfisk í chilisósu frá Ora
Maiz korn
Svartar ólívur
Rauðlaukur
Pizzasósa
Mozzarella ostur
Fletjið út deigið og smyrjið pizzasósunni yfir. Stráið síðan ostinum og þar ofan á túnfiskinum, maiz, niðurskornum rauðlauknum og svörtu ólívunum. Kryddið með pizzakryddi eða oregano ef vill. Ath að chili túnfiskurinn er í sterkari kantinum og þá er lítið mál að nota bara venjulegan.
Bakið í 25-30 mínútur á 180°c
Uppskrift af pizzadeigi fyrir þá sem vilja gera sitt eigið:
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 22, 2024
September 26, 2024
September 22, 2024