Chili túnfisk pizza

April 21, 2022

Chili túnfisk pizza

Chili túnfisk pizza
Vinkona mín fékk sér súpergóða túnfisk pizzu úti og póstaði mynd og ég bara varð að prufa þessa útfærslu af pizzu svo hérna kemur hún.

1.stk pizzakúla/deig
Túnfisk í chilisósu frá Ora
Maiz korn
Svartar ólívur
Rauðlaukur
Pizzasósa
Mozzarella ostur
     
Fletjið út deigið og smyrjið pizzasósunni yfir. Stráið síðan ostinum og þar ofan á túnfiskinum, maiz, niðurskornum rauðlauknum og svörtu ólívunum. Kryddið með pizzakryddi eða oregano ef vill. Ath að chili túnfiskurinn er í sterkari kantinum og þá er lítið mál að nota bara venjulegan.

Bakið í 25-30 mínútur á 180°c


Uppskrift af pizzadeigi fyrir þá sem vilja gera sitt eigið:

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 


Njótið og deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Afganga pizza!
Afganga pizza!

October 22, 2024

Afganga pizza!
Hver kannast ekki við það að eiga smávegis af afgang af hinu og þessu sem t.d. var notað í aðrar uppskriftir og var ekki allt notað. Hérna er ég með eitt ráð fyrir að nýta þá af mörgum og fær hún því bara nafnið Afganga pizzan, vel við hæfi!

Halda áfram að lesa

Pizza pepp, banana og gráðosta!
Pizza pepp, banana og gráðosta!

September 26, 2024

Pepperoní pizza m banana og gráðost!
Þessa útgáfu af pizzu fékk ég mér á Gallerí pizza á Hvolsvelli í sumar 24
Hún fór bara ekki úr huga mér svo ég skellti mér í eina og þær verða pottþétt fleirri. 
Þessi kitlar bragðlaukana svo um munar og ég skora á alla að prufa.

Halda áfram að lesa

Tortellini pylsupasta
Tortellini pylsupasta

September 22, 2024

Tortellini pylsupasta!
Einfaldara getur það vart verið og stundum þá elska ég einfaldleikann og að nýta bara það sem til er í skápunum og ísskápnum. Hérna er á ferðinni réttur með aðeins 5 hráefnum.

Halda áfram að lesa