April 21, 2022
Chili túnfisk pizza
Vinkona mín fékk sér súpergóða túnfisk pizzu úti og póstaði mynd og ég bara varð að prufa þessa útfærslu af pizzu svo hérna kemur hún.
1.stk pizzakúla/deig
Túnfisk í chilisósu frá Ora
Maiz korn
Svartar ólívur
Rauðlaukur
Pizzasósa
Mozzarella ostur
Fletjið út deigið og smyrjið pizzasósunni yfir. Stráið síðan ostinum og þar ofan á túnfiskinum, maiz, niðurskornum rauðlauknum og svörtu ólívunum. Kryddið með pizzakryddi eða oregano ef vill. Ath að chili túnfiskurinn er í sterkari kantinum og þá er lítið mál að nota bara venjulegan.
Bakið í 25-30 mínútur á 180°c
Uppskrift af pizzadeigi fyrir þá sem vilja gera sitt eigið:
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
March 07, 2025
Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt.
February 06, 2025
Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.