Chili túnfisk pizza

April 21, 2022

Chili túnfisk pizza

Chili túnfisk pizza
Vinkona mín fékk sér súpergóða túnfisk pizzu úti og póstaði mynd og ég bara varð að prufa þessa útfærslu af pizzu svo hérna kemur hún.

1.stk pizzakúla/deig
Túnfisk í chilisósu frá Ora
Maiz korn
Svartar ólívur
Rauðlaukur
Pizzasósa
Mozzarella ostur
     
Fletjið út deigið og smyrjið pizzasósunni yfir. Stráið síðan ostinum og þar ofan á túnfiskinum, maiz, niðurskornum rauðlauknum og svörtu ólívunum. Kryddið með pizzakryddi eða oregano ef vill. Ath að chili túnfiskurinn er í sterkari kantinum og þá er lítið mál að nota bara venjulegan.

Bakið í 25-30 mínútur á 180°c


Uppskrift af pizzadeigi fyrir þá sem vilja gera sitt eigið:

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 


Njótið og deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Pasta & pizzur

Pizza krabbinn
Pizza krabbinn

November 05, 2022

Pizza krabbinn
Þessi er æði. Vinkona mín kom með nesti með sér og gerði þennan líka skemmtilega Pizza krabba hring fyrir okkur en við eigum það sameiginlegt að elska að elda og prufa eitthvað nýtt.

Halda áfram að lesa

Pizza með kjúkling og rjómaosti
Pizza með kjúkling og rjómaosti

August 09, 2022

Pizza með kjúkling, sveppum og rjómaosti
Þær þurfa ekki alltaf að vera alveg eins blessaðar pizzurnar og oft eru þær bestar þegar maður notar bara það sem til er í ísskápnum, kannast einhver við það.

Halda áfram að lesa

Ravioli/Girasoli með risarækjum
Ravioli/Girasoli með risarækjum

July 25, 2022

Ravioli/Girasoli með risarækjum í sweet chilli rjómasósu
Ég hreinlega elska að setja saman nýja rétti og ósjaldan sem þeir verða eitthvað annað en ég lagði upp með í upphafi og þessi er einn af þeim.

Halda áfram að lesa