Tortellini pylsupasta

September 22, 2024

Tortellini pylsupasta

Tortellini pylsupasta!
Einfaldara getur það vart verið og stundum þá elska ég einfaldleikann og að nýta bara það sem til er í skápunum og ísskápnum. Hérna er á ferðinni réttur með aðeins 5 hráefnum.

2-3 meðal bollar af Tortellini pasta
1 krukka af Filippo berio tómatpestó
2 pylsur
8 sveppir
1/2-1 paprika rauð eða annar litur

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum pakkans.
Skerið pylsurnar í bita, sveppina og paprikuna. Setjið sósuna í pott og hitið og bætið svo pylsubitunum og grænmetinu saman við og í lokin pastanum.

Rétturinn dugar vel fyrir 2-3 enda pasta alltaf matarmikið

Svo gott

Hagsýna húsmóðirinn!

Ég hef svo gaman af því að gera eitthvað nýtt eða nýta afgangana á öðru vísi máta og þá jafnvel dettur mér eitthvað svona í hug eins og að fylla pylsubrauð með pasta afganginum og setja ost ofan á og svo inn í ofn og úr verður Pylsubrauð fyllt með pasta/pylsu rétt.

Skellið afganginum í pylsubrauð

Stráið ost yfir og setjið inn í ofn eða í loftsteikingarpott (Air fryer)

Hitið þar til osturinn er bráðinn, gætið að svo brauðið verði ekki of stökkt.

Þetta var bara ljómandi gott! Skemmtileg tilbreyting ;)

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Pizza pepp, banana og gráðosta!
Pizza pepp, banana og gráðosta!

September 26, 2024

Pepperoní pizza m banana og gráðost!
Þessa útgáfu af pizzu fékk ég mér á Gallerí pizza á Hvolsvelli í sumar 24
Hún fór bara ekki úr huga mér svo ég skellti mér í eina og þær verða pottþétt fleirri. 
Þessi kitlar bragðlaukana svo um munar og ég skora á alla að prufa.

Halda áfram að lesa

Pasta með risarækjum!
Pasta með risarækjum!

July 31, 2024

Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.

Halda áfram að lesa

Spínat pizza
Spínat pizza

July 16, 2024

Spínat pizza
Aðeins öðru vísi en aðrar pizzur því þarna nota ég ekki hina hefðbundnu pizza sósu, heldur Pasta sósu frá Filippo Berio, Arrabbiata sósuna sem er nýleg á markaðinum hjá Innnes.

Halda áfram að lesa