Tortellini pasta

November 12, 2020

Tortellini pasta

Tortellini pasta
Þennan pasta rétt er ég búin að gera í mörg ár og var að rifja hann upp núna og hann er alltaf jafn góður og ég bæti svo oft ofan á réttinn litlum kokteiltómötum, paprikubitum og gúrkubitum en það finnst mér svo frískandi og toppurinn er parmesan ostur stráður yfir.

Með rjómasósu,skinku og sveppum 
Tortellini pasta (gott með skinkufyllingu eða eftir smekk) 
Matreiðslurjómi 
Skinka (eftir smekk) 
Sveppir 
40-50 gr smjörlíki eða smjör 
1 sveppateningur og 1 kjötkrafts
     
Pasta er soðið, á meðan er sósan búin til.
Setjið smörlíki/smjör í pott og bræðið, setjið sveppateninginn útí með og myljið hann saman við, passið að smjörið hitni ekki of mikið.
Þegar smjörið er brætt, setjið matreiðslurjóman út i, í skömmtum og bætið svo sveppunum og skinkunni saman við.
Pastanu er bætt út í síðast.
Til að þykkja aðeins er gott að setja smá ljóst maizenamjöl.
Gott er að skera niður gúrku og cerrí tómata og setja úti skálina fyrir þá sem vilja, verður svo ferskt og gott. 

Borið fram með góðu hvítlauksbrauði. 

Njótið vel & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Kartöflupizza!
Kartöflupizza!

November 10, 2023

Kartöflupizza!
Hefði ég pantað mér hana, nei en eftir að hafa smakkað eðal súrdeigs Kartöflupizzu hjá henni Ídu sem rak Kaffi Klöru í fyrra, þá klárlega. Nú ekki á ég hæg heimatökin á Ólafsfjörðinn,,,

Halda áfram að lesa

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa