Tortellini pasta

November 12, 2020

Tortellini pasta

Tortellini pasta
Þennan pasta rétt er ég búin að gera í mörg ár og var að rifja hann upp núna og hann er alltaf jafn góður og ég bæti svo oft ofan á réttinn litlum kokteiltómötum, paprikubitum og gúrkubitum en það finnst mér svo frískandi og toppurinn er parmesan ostur stráður yfir.

Með rjómasósu,skinku og sveppum 
Tortellini pasta (gott með skinkufyllingu eða eftir smekk) 
Matreiðslurjómi 
Skinka (eftir smekk) 
Sveppir 
40-50 gr smjörlíki eða smjör 
1 sveppateningur og 1 kjötkrafts
     
Pasta er soðið, á meðan er sósan búin til.
Setjið smörlíki/smjör í pott og bræðið, setjið sveppateninginn útí með og myljið hann saman við, passið að smjörið hitni ekki of mikið.
Þegar smjörið er brætt, setjið matreiðslurjóman út i, í skömmtum og bætið svo sveppunum og skinkunni saman við.
Pastanu er bætt út í síðast.
Til að þykkja aðeins er gott að setja smá ljóst maizenamjöl.
Gott er að skera niður gúrku og cerrí tómata og setja úti skálina fyrir þá sem vilja, verður svo ferskt og gott. 

Borið fram með góðu hvítlauksbrauði. 

Njótið vel & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa

Toro Pizza partý
Toro Pizza partý

March 27, 2024

Toro Pizza partý
1 pakki af Toro ítölsku pizza blöndunni kom mér verulega á óvart, svakalega einfalt en aðeins þurfti að bæta saman við vatni og olíu og það sem meira er að þetta dugði í heilan helling af allsskonar sem ég bjó mér til.

Halda áfram að lesa

Carbonara tagliatelle pasta
Carbonara tagliatelle pasta

March 01, 2024

Carbonara tagliatelle pasta
Einstaklega góður réttur og auðveldari en maður heldur að búa hann til.
Ég mun gera þennan aftur fljótlega og prufa þá annarsskonar pasta/spagettí og jafnvel annað hráefni eins og skinku, risarækjur eða kjúkling.

Halda áfram að lesa