Toro Pizza partý

March 27, 2024

Toro Pizza partý

Toro Pizza partý
1 pakki af Toro ítölsku pizza blöndunni kom mér verulega á óvart, svakalega einfalt en aðeins þurfti að bæta saman við vatni og olíu og það sem meira er að þetta dugði í heilan helling af allsskonar sem ég bjó mér til.

Samkvæmt pakkanum á blandan að duga í ca.4 pizzur. Ég ákvað að gera eina stóra pizzu með pepperóní, eina ca.12" með Parmaskinku, rucola, rifnum Primadonna osti og toppurinn ofan á var Döðlumaukið frá Anna Marta & Lovísa, sjúklega góð blanda! Þriðja útgáfan var svo einsskonar pizzahringur með pepperoní og osti. 

Grunnurinn er einfaldur, 1 pakki af Toro ítölsku pizzablöndunni, vatn og olía.

Hnoðið samkvæmt leiðbeiningum og látið hefast. Ég notaði svo 1/2 af deginu í Pepperoní pizzuna nr.1

Fletjið út, gott að hafa svona mottu með mælikvarða, keypti þessa í Ikea. 
Pizzan var ca 14"


Fyrsta pizzan va með pepperoní. Ég setti ost í kanntinn, sjá mynd og pizzasósu

Fyllti hana svo af pepperoní

Stráði svo ostablöndunni yfir og kryddaði smá með pizzakryddi

Bökuð svo inn í ofni á 180°c í 20-25 mínútur eða þar til hún er orðin gullinbrún

Pizzahringur nr.2

Flatti út 1/4 af deiginu, var um ca 11". Setti ofan á pizzasósu, pepperóní og ostablöndu og rúllaði henni svo upp og sett í hring.

Setti svo pizza hringinn inn í ofn á um það bil 25-30 mínútur eða þar til ég sá að hún var tilbúin. Hitinn 180°c

Hlakka til að prufa þennan en hann fór í frystinn þar til síðar.

Ég byrjaði á að fletja út síðasta hlutann af pizzadeiginu og setti ofan á pizzasósuna og ostinn og inn í ofn á 180°c í um 20 mín og tók hana þá út.

Þá bætti ég ofan á pizzuna parmaskinku, rucola frá Lambhaga og rifnum Primadonna osti sem ég hreinlega elska. Og að lokum þá toppaði ég pizzuna með Döðlumauki frá Anna Marta og Lovísa sem var algjört æði.

Klettasalat/Rucola frá Lambhaga

Þvílíka pizzaveislan sem hægt er að útbúa úr einum pakka af Toro blöndunni!

En eins og ég sagði hér að ofan þá gæddi mér á Parmaskinku pizzunni og hitt fór í frystinn minn og það verður veisla einn daginn þegar það verður tekið út og smellt í ofninn, það er svo gott að eiga svona til góða og auðvelt að bjóða þá börnunum í mat sem elska Pepperoní.

Ég mun pottþétt kaupa þessa blöndu aftur og slá upp veislu.

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Pasta með risarækjum!
Pasta með risarækjum!

July 31, 2024

Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.

Halda áfram að lesa

Spínat pizza
Spínat pizza

July 16, 2024

Spínat pizza
Aðeins öðru vísi en aðrar pizzur því þarna nota ég ekki hina hefðbundnu pizza sósu, heldur Pasta sósu frá Filippo Berio, Arrabbiata sósuna sem er nýleg á markaðinum hjá Innnes.

Halda áfram að lesa

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa