Tagliatelle kjúklinga pastaréttur.

February 11, 2020

Tagliatelle kjúklinga pastaréttur.

Tagliatelle kjúklinga pastaréttur frá  Rustichella

Við vinkonurnar tókum þátt í uppskrifta keppni einu sinni og var þetta annar rétturinn af tvemur sem við sendum inn. Við vorum virkilega ánægðar með okkur og alsælar með uppskriftina enda voru verðlaunin ekki af verri endanum, ferð til Ítalíu.

Við vorum reyndar ekki þær heppnu sem unnum ferðina en uppskriftin var algjörlega okkar og við höfðum gaman af að taka þátt, elda og svo myndaði ég allt saman og setti einnig saman í videó. Sjá hér

1 kjúklingabringa
6 tagliatelle
1 dós Pomodore basilíka
1 lítil dós kókosmjólk
ólívur grænar fylltar með ansjósum
steinselja, eftir smekk
Piccolo tómatar, 1 askja
3 hvítlauksrif
¾ rautt chilli, sleppið fræjunum
Chilli flögur rauðar 
Salt
Pipar
Basilíkum olía
Kasjúhnetur, ca 1 dl
Prima Donna ostur (raspaður)

Setjið  olíu á pönnuna og hitið.  Skerið niður rautt chilli smátt og setjið út á pönnuna ásamt smátt söxuðum hvítlauksrifum.  Skerið kjúklingabringuna í smá bita og steikið með hvítlauknum og chilliinu. Hellið kókosmjólkinni yfir  og hrærið vel og bætið svo Pomodoro sósunni út í, saltið og piprið eftir smekk og smakkið til.
Stráið chilli flögum yfir og bætið svo út í ólívunum, tómötunum, steinseljunni og kasjúhnetunum. Raspið  Prima Donna ostinum yfir eftir smekk. Sjóðið Tagliatelle á meðan eins og stendur á pakkanum, hellið vatninu af og blandið saman við réttinn.  Setjið réttinn á fallegt fat eða skál og stráið saxaðri steinselju og raspið primadonna ostinum yfir.

Berið fram með hvítlauksbrauði og ísköldu hvítvíni.

Uppskrift eftir Ingunni & Guðrúnu

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa