Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk

March 08, 2020

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk, rækjum, papriku 
og djúsí fylltu brauði !
Þetta er einn af þeim sem ég hef hent í svona úr því sem til hefur verið og ég á klárlega eftir að fylla svona brauð aftur.

6-8 kúlur tagitelle
1 bolli rækjur
6-8 bitar hörpudiskur
1 paprika rauð
1 peli rjómi og mjólk til viðbótar eftir smekk
maizena mjöl
krydd (heitt papriku krydd reykt, hvítlauksduft, karrí, chilli flögur rauðar)

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Takið vatnið af og hellið rjómanum yfir, bætið út í mjólk eftir smekk og kryddið.
Skerið niður paprikuna í smá bita og setjið út í ásamt rækjunum og hörpudiskinum, ekki gleyma svo að smakka til og bæta þá kannski smá kjötkrafti út í réttinn :)
Þykkið aðeins með maizena mjöli rétt í lokin.

Gott er að bera fram þetta æðislega fyllta brauð !

Fyllt brauð með kalkúnaskinku, feta, papriku, sveppum og parmasien osti rifnum yfir.

1 stórt kringlótt brauð
Kalkúnaskinka 
Paprika
Sveppir
Parmaisen ostur
Fetaostur með olívum og sólþurkuðum tómötum

Skerið allt í smáa bita og hrærið vel saman og blandið svo saman við fetaostinn og látið fyljga vel að olíunni.
Skerið brauðið í ræmur og svo aftur á móti eins og purrusteik :)
Fyllið vel á milli með gumsinu og raspið svo vel yfir með parmaisen ostinum

Bakið svo í ofni í ca 15 minútur

Sælkerakveðja

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa

Taco flétta
Taco flétta

February 07, 2023

Taco flétta
Þessa skemmtilegu uppskrift deildi hún Eybjörg Dóra með okkur inni á Brauðtertur & heitir réttir á feisbók. Skemmtileg tilbreyting og mjög góð. 

Halda áfram að lesa