Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk

March 08, 2020

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk, rækjum, papriku 
og djúsí fylltu brauði !
Þetta er einn af þeim sem ég hef hent í svona úr því sem til hefur verið og ég á klárlega eftir að fylla svona brauð aftur.

6-8 kúlur tagitelle
1 bolli rækjur
6-8 bitar hörpudiskur
1 paprika rauð
1 peli rjómi og mjólk til viðbótar eftir smekk
maizena mjöl
krydd (heitt papriku krydd reykt, hvítlauksduft, karrí, chilli flögur rauðar)

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Takið vatnið af og hellið rjómanum yfir, bætið út í mjólk eftir smekk og kryddið.
Skerið niður paprikuna í smá bita og setjið út í ásamt rækjunum og hörpudiskinum, ekki gleyma svo að smakka til og bæta þá kannski smá kjötkrafti út í réttinn :)
Þykkið aðeins með maizena mjöli rétt í lokin.

Gott er að bera fram þetta æðislega fyllta brauð !

Fyllt brauð með kalkúnaskinku, feta, papriku, sveppum og parmasien osti rifnum yfir.

1 stórt kringlótt brauð
Kalkúnaskinka 
Paprika
Sveppir
Parmaisen ostur
Fetaostur með olívum og sólþurkuðum tómötum

Skerið allt í smáa bita og hrærið vel saman og blandið svo saman við fetaostinn og látið fyljga vel að olíunni.
Skerið brauðið í ræmur og svo aftur á móti eins og purrusteik :)
Fyllið vel á milli með gumsinu og raspið svo vel yfir með parmaisen ostinum

Bakið svo í ofni í ca 15 minútur

Sælkerakveðja

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa

Rjómapasta með Risarækjum!
Rjómapasta með Risarækjum!

November 23, 2024

Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!

Halda áfram að lesa

Pizza með risarækjum!
Pizza með risarækjum!

November 15, 2024

Pizza með risarækjum!
Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!

Halda áfram að lesa