Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk

March 08, 2020

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk

Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk, rækjum, papriku 
og djúsí fylltu brauði !
Þetta er einn af þeim sem ég hef hent í svona úr því sem til hefur verið og ég á klárlega eftir að fylla svona brauð aftur.

6-8 kúlur tagitelle
1 bolli rækjur
6-8 bitar hörpudiskur
1 paprika rauð
1 peli rjómi og mjólk til viðbótar eftir smekk
maizena mjöl
krydd (heitt papriku krydd reykt, hvítlauksduft, karrí, chilli flögur rauðar)

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Takið vatnið af og hellið rjómanum yfir, bætið út í mjólk eftir smekk og kryddið.
Skerið niður paprikuna í smá bita og setjið út í ásamt rækjunum og hörpudiskinum, ekki gleyma svo að smakka til og bæta þá kannski smá kjötkrafti út í réttinn :)
Þykkið aðeins með maizena mjöli rétt í lokin.

Gott er að bera fram þetta æðislega fyllta brauð !

Fyllt brauð með kalkúnaskinku, feta, papriku, sveppum og parmasien osti rifnum yfir.

1 stórt kringlótt brauð
Kalkúnaskinka 
Paprika
Sveppir
Parmaisen ostur
Fetaostur með olívum og sólþurkuðum tómötum

Skerið allt í smáa bita og hrærið vel saman og blandið svo saman við fetaostinn og látið fyljga vel að olíunni.
Skerið brauðið í ræmur og svo aftur á móti eins og purrusteik :)
Fyllið vel á milli með gumsinu og raspið svo vel yfir með parmaisen ostinum

Bakið svo í ofni í ca 15 minútur

Sælkerakveðja

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa