Taco flétta

February 07, 2023

Taco flétta

Taco flétta
Þessa skemmtilegu uppskrift deildi hún Eybjörg Dóra með okkur inni á Brauðtertur & heitir réttir á feisbók. Skemmtileg tilbreyting og mjög góð. 
Hjartans þakkir fyrir.

Ég reyndar nýtti til það sem ég átti og breytti örlítið til eins og sjá má á myndunum og þar sem ég átti ekki hvítlaukssósu þá notaði ég Ostasósu og eina dós af Salsa/pasta sósu. Næst prufa ég hvítlaukssósuna.

1 rúlla pizzadeig
500 gr nautahakk
2 msk ólífurolía
½ bolli brytjaður laukur
½ bolli vatn
1 bréf Taco krydd (ég nota original)
¾ bolli rifinn ostur
1 brytjaður tómatur
2 msk brætt smjör
hvítlaukssósa


Ég notaði þetta í Taco lengjuna mína að þessu sinni

Og bætti saman við Pastasósu

Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður.
Hitið olíu og steikið brytjaða laukinn í 5 mínútur og bætið hakkinu út og steikið þar til það tekur lit. Blandið vatni og kryddinu og bætið út í og látið malla í 7 mínútur.


Breiðið út pizzadeiginu og rúllið aðeins út og skerið ca 5 cm strimla inn að miðju og hafið þá ca 3 cm breiða.

Setjið hakkið á miðju deigsins notið ¾ bolla rifinn ost og stráið brytjuðum tómati yfir.


Ég setti ostasósuna í botninn og svo kjötsósuna, gleymdi alveg að mynda það!


Brjótið enda deigsins yfir hakkið og leggið fyrstu tvo strimlana yfir til að verja endann. Haldið áfram að brjóta strimlana yfir hakkið og endið eins og byrjað var.
Smyrjið bráðna smjörinu yfir deigið og stráið rifnum osti yfir.

(Ég reyndar sleppti smjörinu en það væri líka hægt að píska egg og bera ofan á og svo ostinn).

Bakið í 20 til 25 mín. og látið kólna í 5 mín.


Brytjið kál og tómata og annað sem þið viljið og stráið yfir fléttuna og ég ber hana síðan fram með hvítlaukssósu eða sýrðum rjóma.


Ég hef gert þessa nokkrum sinnum og við erum alltaf jafn hrifin kannski ekki alveg eins í öll skiptin nema grunnurinn.


Verði ykkur að góðu.

Uppskrift: Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir
Ljósmyndir: Ingunn Mjöll

Deiling er dásamleg, hjartans þakkir fyrir það :)

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa