July 16, 2024
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað.
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu.
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á.
Dreifið Arrabbiata sósunni yfir botninn
Bætið við mosarellaosti, spínati og kokteiltómötum
Þessi er æðislegur ofan á pizzuna í restina, raspaður niður
Bakið pizzuna á 180°c í um 20-25 mínútur eða þar til hún er farin að verða stökk og góð allan hringinn.
Fyrir þá sem vilja toppa hana með einhverju fleirri þá er ljúffengt að bæta ofan á hana Hráskinku og setja hana aðeins inn aftur, sumir vilja hana þó kalda.
Stráið svo rifnum Parmigiano osti yfir. Ég bætti ofan á hana extra nýja Barbeque snakkinu frá Maarrud sem heitir Grilled Ribs sem að þessu sinni toppaði hana alveg!
Verði ykkur að góðu!
Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
March 07, 2025
Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt.
February 06, 2025
Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.