Spaghetti Carbonara

March 22, 2021

Spaghetti Carbonara

Spaghetti Carbonara 
Frægur Ítalskur réttur sem hentar vel með margsskonar pasta tegundum en hérna notum við spaghetti.

400 g spaghetti 

200 g beikon, skorið í fína bita 
1 laukur, saxaður 
2-3 hvítlauksgeirar,kurlaðir 
2 egg 
1 peli rjómi / matreiðslurjómi 
50-100 g parmasen ostur 
salt og svartur pipar 

Spaghettíið soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni 

Beikon steikt á pönnu, lauk og hvítlauk bætt út. 
Allt saman við vægan hita ( passa að brenna ekki) 
steikt þar til laukurinn er orðinn mjúkur. 

Eggjum, rjóma og parmasen hrært saman í skál. 
Bragðbætt með pipar og salti ef þarf. 
Smakka til. ( Ath. parmesanostur og beikon gefa nokkurt salt) 

Soðnu spaghettíinu hellt í sigti. Hitin lækkaður undir pönnunni. 
Síðan er spaghettíinu rennt út í pönnuna með beikoninu 
og eggjahrærunni hrært síðast saman við. 

Blandað vel saman og borið fram með hvítlauksbrauði eða smábrauði með kryddsmjöri.

Deilið með gleði..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Pasta með risarækjum!
Pasta með risarækjum!

July 31, 2024

Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.

Halda áfram að lesa

Spínat pizza
Spínat pizza

July 16, 2024

Spínat pizza
Aðeins öðru vísi en aðrar pizzur því þarna nota ég ekki hina hefðbundnu pizza sósu, heldur Pasta sósu frá Filippo Berio, Arrabbiata sósuna sem er nýleg á markaðinum hjá Innnes.

Halda áfram að lesa

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa