Spaghetti Carbonara

March 22, 2021

Spaghetti Carbonara

Spaghetti Carbonara 
Frægur Ítalskur réttur sem hentar vel með margsskonar pasta tegundum en hérna notum við spaghetti.

400 g spaghetti 

200 g beikon, skorið í fína bita 
1 laukur, saxaður 
2-3 hvítlauksgeirar,kurlaðir 
2 egg 
1 peli rjómi / matreiðslurjómi 
50-100 g parmasen ostur 
salt og svartur pipar 

Spaghettíið soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni 

Beikon steikt á pönnu, lauk og hvítlauk bætt út. 
Allt saman við vægan hita ( passa að brenna ekki) 
steikt þar til laukurinn er orðinn mjúkur. 

Eggjum, rjóma og parmasen hrært saman í skál. 
Bragðbætt með pipar og salti ef þarf. 
Smakka til. ( Ath. parmesanostur og beikon gefa nokkurt salt) 

Soðnu spaghettíinu hellt í sigti. Hitin lækkaður undir pönnunni. 
Síðan er spaghettíinu rennt út í pönnuna með beikoninu 
og eggjahrærunni hrært síðast saman við. 

Blandað vel saman og borið fram með hvítlauksbrauði eða smábrauði með kryddsmjöri.

Deilið með gleði..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa