Spaghetti Carbonara

March 22, 2021

Spaghetti Carbonara

Spaghetti Carbonara 
Frægur Ítalskur réttur sem hentar vel með margsskonar pasta tegundum en hérna notum við spaghetti.

400 g spaghetti 

200 g beikon, skorið í fína bita 
1 laukur, saxaður 
2-3 hvítlauksgeirar,kurlaðir 
2 egg 
1 peli rjómi / matreiðslurjómi 
50-100 g parmasen ostur 
salt og svartur pipar 

Spaghettíið soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni 

Beikon steikt á pönnu, lauk og hvítlauk bætt út. 
Allt saman við vægan hita ( passa að brenna ekki) 
steikt þar til laukurinn er orðinn mjúkur. 

Eggjum, rjóma og parmasen hrært saman í skál. 
Bragðbætt með pipar og salti ef þarf. 
Smakka til. ( Ath. parmesanostur og beikon gefa nokkurt salt) 

Soðnu spaghettíinu hellt í sigti. Hitin lækkaður undir pönnunni. 
Síðan er spaghettíinu rennt út í pönnuna með beikoninu 
og eggjahrærunni hrært síðast saman við. 

Blandað vel saman og borið fram með hvítlauksbrauði eða smábrauði með kryddsmjöri.

Deilið með gleði..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa

Taco flétta
Taco flétta

February 07, 2023

Taco flétta
Þessa skemmtilegu uppskrift deildi hún Eybjörg Dóra með okkur inni á Brauðtertur & heitir réttir á feisbók. Skemmtileg tilbreyting og mjög góð. 

Halda áfram að lesa