March 22, 2021
Spaghetti Carbonara
Frægur Ítalskur réttur sem hentar vel með margsskonar pasta tegundum en hérna notum við spaghetti.
400 g spaghetti
200 g beikon, skorið í fína bita
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar,kurlaðir
2 egg
1 peli rjómi / matreiðslurjómi
50-100 g parmasen ostur
salt og svartur pipar
Spaghettíið soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni
Beikon steikt á pönnu, lauk og hvítlauk bætt út.
Allt saman við vægan hita ( passa að brenna ekki)
steikt þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
Eggjum, rjóma og parmasen hrært saman í skál.
Bragðbætt með pipar og salti ef þarf.
Smakka til. ( Ath. parmesanostur og beikon gefa nokkurt salt)
Soðnu spaghettíinu hellt í sigti. Hitin lækkaður undir pönnunni.
Síðan er spaghettíinu rennt út í pönnuna með beikoninu
og eggjahrærunni hrært síðast saman við.
Blandað vel saman og borið fram með hvítlauksbrauði eða smábrauði með kryddsmjöri.
April 22, 2022
April 21, 2022
September 06, 2021