Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 
Í þessari pizzu var ég að nýta afgang sem var vel nýttur upp til agna en minnsta mál er að gera hana frá grunni. Uppskriftin er hérna í máli og myndum.

Pizzadeig
Pizzasósa
Saltfiskur
Mozarella ostur
Kartöflur
Caper's

Ég var með tilbúið pizzadeig, súrdeigs kúlu. 

En fyrir þá sem vilja gera hana frá grunni þá er uppskrift af pizzabotn hérna.

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 


Pizzasósan er borin á botninn og osturinn allan hringinn á köntunum

Næst er kanntinum lokað allan hringinn eins og sjá má á myndinni og osti stráð svo yfir botninn.

Þar ofan á setti ég restina af saltfiskréttinum (getið líka notað nýjan saltfisk) og restina af kartöflunum sem ég skar í sneiðar. Sjá saltfisk réttinn hérna.

Í restina setti ég Caper's ofan á og smá meira af ostinu, líka gott að raspa niður Primadonna ost ef til er, hann gefur þetta extra. Bakið við 180°c í um 25.mín 

Svo er bara um að gera að njóta!

Njótið og deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa

Rjómapasta með Risarækjum!
Rjómapasta með Risarækjum!

November 23, 2024

Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!

Halda áfram að lesa

Pizza með risarækjum!
Pizza með risarækjum!

November 15, 2024

Pizza með risarækjum!
Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!

Halda áfram að lesa