June 29, 2023
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað.
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu.
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á.
Pizzasósan er borin á botninn og osturinn allan hringinn á köntunum
Næst er kanntinum lokað allan hringinn eins og sjá má á myndinni og osti stráð svo yfir botninn.
Þar ofan á setti ég restina af saltfiskréttinum (getið líka notað nýjan saltfisk) og restina af kartöflunum sem ég skar í sneiðar. Sjá saltfisk réttinn hérna.
Í restina setti ég Caper's ofan á og smá meira af ostinu, líka gott að raspa niður Primadonna ost ef til er, hann gefur þetta extra. Bakið við 180°c í um 25.mín
Svo er bara um að gera að njóta!
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
May 12, 2023
March 24, 2023
February 07, 2023