Pizza pepp, banana og gráðosta!
September 26, 2024
Pepperoní pizza m banana og gráðost!Þessa útgáfu af pizzu fékk ég mér á Gallerí pizza á Hvolsvelli í sumar 24
Hún fór bara ekki úr huga mér svo ég skellti mér í eina og þær verða pottþétt fleirri.
Þessi kitlar bragðlaukana svo um munar og ég skora á alla að prufa.
Pizzadeig, ég notaði tilbúna pizzakúlu sem ég tók úr frysti snemma morguns
Pizzasósu
Barbeque sósu
Pepperoní
1 stk banana
1/2 gráðost
Mosarellaost
Pizzakrydd
Ég blandaði saman pizzasósunni og Barbeque sweet sósunni frá Heinz, þvílíka sælgætis útkoman.
Ostur því næst sett yfir pizzabotninn
Því næst pepperoní
Bananinn skorinn í sneiðar og raðað yfir pizzuna
Aðeins meira af mozarella ostinum og svo gráðostinum eftir eigin smekk
Ég notaði svo Pizzakryddið frá Kryddhúsinu ofan á og setti inn í ofn á 180°c í um 15-20 mínútur miðað við þunnbotna pizzuna
Smellti henni svo á fallega hringbakkann frá Hjartalag.is
Og fékk mér sneið/ar og restin fór í frysinn, svo gott að eiga tilbúið ;)
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Pasta & pizzur
September 22, 2024
Tortellini pylsupasta!
Einfaldara getur það vart verið og stundum þá elska ég einfaldleikann og að nýta bara það sem til er í skápunum og ísskápnum. Hérna er á ferðinni réttur með aðeins 5 hráefnum.
Halda áfram að lesa
July 31, 2024
Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.
Halda áfram að lesa
July 16, 2024
Spínat pizza
Aðeins öðru vísi en aðrar pizzur því þarna nota ég ekki hina hefðbundnu pizza sósu, heldur Pasta sósu frá Filippo Berio, Arrabbiata sósuna sem er nýleg á markaðinum hjá Innnes.
Halda áfram að lesa