Pizza pepp, banana og gráðosta!

September 26, 2024

Pizza pepp, banana og gráðosta!

Pepperoní pizza m banana og gráðost!
Þessa útgáfu af pizzu fékk ég mér á Gallerí pizza á Hvolsvelli í sumar 24
Hún fór bara ekki úr huga mér svo ég skellti mér í eina og þær verða pottþétt fleirri. 
Þessi kitlar bragðlaukana svo um munar og ég skora á alla að prufa.

Pizzadeig, ég notaði tilbúna pizzakúlu sem ég tók úr frysti snemma morguns
Pizzasósu
Barbeque sósu
Pepperoní
1 stk banana
1/2 gráðost
Mosarellaost
Pizzakrydd

Ég blandaði saman pizzasósunni og Barbeque sweet sósunni frá Heinz, þvílíka sælgætis útkoman.

Ostur því næst sett yfir pizzabotninn

Því næst pepperoní

Bananinn skorinn í sneiðar og raðað yfir pizzuna

Aðeins meira af mozarella ostinum og svo gráðostinum eftir eigin smekk

Ég notaði svo Pizzakryddið frá Kryddhúsinu ofan á og setti inn í ofn á 180°c í um 15-20 mínútur miðað við þunnbotna pizzuna

Smellti henni svo á fallega hringbakkann frá Hjartalag.is

Og fékk mér sneið/ar og restin fór í frysinn, svo gott að eiga tilbúið ;)

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa