Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Ég bætti smá salti úr kvörn og pipar ofan á þorskinn

Ég maukaði svo saman 1 tómat, 1 rauðlauk og 2-3 msk af Fetaosti 

Maukið

Maukið bar ég svo ofan á fiskinn og stráði smá af furuhnetum líka ofaná

Ég sauð svo nokkrar kartöflur með og skar þær svo í báta, kryddaði og stráði smá flögusalti ofan á þær og skellti þeim í Air fryerinn í smá stund, ca 3 mínútur á 180°c

Tilbúnar

Að þessu sinni langaði mig bara í rúgbrauð með smjöri með.

Gott er líka að hafa með salat og aukalega af blöndunni sem ég setti ofan á fiskinn ef afgangur er.

Afganginn af fiskinum notaði ég svo daginn eftir á dásamlega góða Saltfisk pizzu, skoðið uppskrift af pizzunni hérna.

Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa

Túnfisk steik með hollandaise
Túnfisk steik með hollandaise

February 01, 2023

Túnfisk steik með hollandaise
Áramótin 2022-2023 voru tekin í rólegheitunum með einni ljúfengri Túnfisk steik eins og síðustu tvö árin á undan. Meðlætið er þó aldrei það sama og að þessu sinni var ég með Toro hollandaise sósu sem ég gerði að minni með tvisti,

Halda áfram að lesa