Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Ég bætti smá salti úr kvörn og pipar ofan á þorskinn

Ég maukaði svo saman 1 tómat, 1 rauðlauk og 2-3 msk af Fetaosti 

Maukið

Maukið bar ég svo ofan á fiskinn og stráði smá af furuhnetum líka ofaná

Ég sauð svo nokkrar kartöflur með og skar þær svo í báta, kryddaði og stráði smá flögusalti ofan á þær og skellti þeim í Air fryerinn í smá stund, ca 3 mínútur á 180°c

Tilbúnar

Að þessu sinni langaði mig bara í rúgbrauð með smjöri með.

Gott er líka að hafa með salat og aukalega af blöndunni sem ég setti ofan á fiskinn ef afgangur er.

Afganginn af fiskinum notaði ég svo daginn eftir á dásamlega góða Saltfisk pizzu, skoðið uppskrift af pizzunni hérna.

Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa