Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Ég bætti smá salti úr kvörn og pipar ofan á þorskinn

Ég maukaði svo saman 1 tómat, 1 rauðlauk og 2-3 msk af Fetaosti 

Maukið

Maukið bar ég svo ofan á fiskinn og stráði smá af furuhnetum líka ofaná

Ég sauð svo nokkrar kartöflur með og skar þær svo í báta, kryddaði og stráði smá flögusalti ofan á þær og skellti þeim í Air fryerinn í smá stund, ca 3 mínútur á 180°c

Tilbúnar

Að þessu sinni langaði mig bara í rúgbrauð með smjöri með.

Gott er líka að hafa með salat og aukalega af blöndunni sem ég setti ofan á fiskinn ef afgangur er.

Afganginn af fiskinum notaði ég svo daginn eftir á dásamlega góða Saltfisk pizzu, skoðið uppskrift af pizzunni hérna.

Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa