Ravioli/Girasoli með risarækjum

July 25, 2022

Ravioli/Girasoli með risarækjum

Ravioli/Girasoli með risarækjum í sweet chilli rjómasósu
Ég hreinlega elska að setja saman nýja rétti og ósjaldan sem þeir verða eitthvað annað en ég lagði upp með í upphafi og þessi er einn af þeim. Hann fékk toppeinkunn og ég vona að þið prufið hann og verðið eins ánægð og við.

1.box af Ravioli/Girasoli, mitt var m/tómat og basil 
1/2 lítri matreiðslurjómi
1 heill hvítlaukur
Blaðlaukur eftir smekk
1/2-1 paprika, rauð
1 dl Sweet chilli sósa
Smá Safran
1/2 dl hvítvín eða örlítið meira, smakkið til
1/2 poki af risarækjum

Rétturinn dugur alveg fyrir 3-4

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á því pasta sem þið kaupið.

Hitið rjómann og bætið út í hann hvítlauk, blaðlauk, papriku, sweet chilli sósunni, hvítvíni og safran ef þið eigið það til og látið malla í smá stund. 
Bætið pastanum svo út í og rækjunum rétt í lokin áður en rétturinn er borin fram.

Ég var með snittubrauð með kokteiltómötum sem ég skar ofan á en fyrst smurði ég brauðið með smjöri og svo setti ég Prima Donna ost ofan á og inn í ofn þar til osturinn var bráðnaður. Gott er að krydda brauðið smá með salt og pipar úr kvörn áður en það fer inn í ofninn.Ljúffengt salat með fyrir þá sem vilja.

Íssalat
Kokteiltómatar
Gúrka
Paprika
Radísur
Fetaostur svo í restina fyrir þá sem vilja til hliðar við.

Skreytt með steinselju

Verði ykkur að góðu og deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Pasta & pizzur

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa

Taco flétta
Taco flétta

February 07, 2023

Taco flétta
Þessa skemmtilegu uppskrift deildi hún Eybjörg Dóra með okkur inni á Brauðtertur & heitir réttir á feisbók. Skemmtileg tilbreyting og mjög góð. 

Halda áfram að lesa