July 25, 2022
Ravioli/Girasoli með risarækjum í sweet chilli rjómasósu
Ég hreinlega elska að setja saman nýja rétti og ósjaldan sem þeir verða eitthvað annað en ég lagði upp með í upphafi og þessi er einn af þeim. Hann fékk toppeinkunn og ég vona að þið prufið hann og verðið eins ánægð og við.
1.box af Ravioli/Girasoli, mitt var m/tómat og basil
1/2 lítri matreiðslurjómi
1 heill hvítlaukur
Blaðlaukur eftir smekk
1/2-1 paprika, rauð
1 dl Sweet chilli sósa
Smá Safran
1/2 dl hvítvín eða örlítið meira, smakkið til
1/2 poki af risarækjum
Rétturinn dugur alveg fyrir 3-4
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á því pasta sem þið kaupið.
Hitið rjómann og bætið út í hann hvítlauk, blaðlauk, papriku, sweet chilli sósunni, hvítvíni og safran ef þið eigið það til og látið malla í smá stund.
Bætið pastanum svo út í og rækjunum rétt í lokin áður en rétturinn er borin fram.
Ég var með snittubrauð með kokteiltómötum sem ég skar ofan á en fyrst smurði ég brauðið með smjöri og svo setti ég Prima Donna ost ofan á og inn í ofn þar til osturinn var bráðnaður. Gott er að krydda brauðið smá með salt og pipar úr kvörn áður en það fer inn í ofninn.
Ljúffengt salat með fyrir þá sem vilja.
Íssalat
Kokteiltómatar
Gúrka
Paprika
Radísur
Fetaostur svo í restina fyrir þá sem vilja til hliðar við.
Skreytt með steinselju
Verði ykkur að góðu og deilið með gleði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 13, 2024
November 23, 2024
November 15, 2024