Ravioli/Girasoli með risarækjum

July 25, 2022

Ravioli/Girasoli með risarækjum

Ravioli/Girasoli með risarækjum í sweet chilli rjómasósu
Ég hreinlega elska að setja saman nýja rétti og ósjaldan sem þeir verða eitthvað annað en ég lagði upp með í upphafi og þessi er einn af þeim. Hann fékk toppeinkunn og ég vona að þið prufið hann og verðið eins ánægð og við.

1.box af Ravioli/Girasoli, mitt var m/tómat og basil 
1/2 lítri matreiðslurjómi
1 heill hvítlaukur
Blaðlaukur eftir smekk
1/2-1 paprika, rauð
1 dl Sweet chilli sósa
Smá Safran
1/2 dl hvítvín eða örlítið meira, smakkið til
1/2 poki af risarækjum

Rétturinn dugur alveg fyrir 3-4

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á því pasta sem þið kaupið.

Hitið rjómann og bætið út í hann hvítlauk, blaðlauk, papriku, sweet chilli sósunni, hvítvíni og safran ef þið eigið það til og látið malla í smá stund. 
Bætið pastanum svo út í og rækjunum rétt í lokin áður en rétturinn er borin fram.

Ég var með snittubrauð með kokteiltómötum sem ég skar ofan á en fyrst smurði ég brauðið með smjöri og svo setti ég Prima Donna ost ofan á og inn í ofn þar til osturinn var bráðnaður. Gott er að krydda brauðið smá með salt og pipar úr kvörn áður en það fer inn í ofninn.



Ljúffengt salat með fyrir þá sem vilja.

Íssalat
Kokteiltómatar
Gúrka
Paprika
Radísur
Fetaostur svo í restina fyrir þá sem vilja til hliðar við.

Skreytt með steinselju

Verði ykkur að góðu og deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Pasta með risarækjum!
Pasta með risarækjum!

July 31, 2024

Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.

Halda áfram að lesa

Spínat pizza
Spínat pizza

July 16, 2024

Spínat pizza
Aðeins öðru vísi en aðrar pizzur því þarna nota ég ekki hina hefðbundnu pizza sósu, heldur Pasta sósu frá Filippo Berio, Arrabbiata sósuna sem er nýleg á markaðinum hjá Innnes.

Halda áfram að lesa

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa