May 12, 2023
Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir þá sem það vilja. Saðsamur og góður réttur.
2-3 lúkur af pasta penne og skrúfum í bland
2-4 pylsur, fer eftir fjölda í mat
1 krukka af pastasósu
Parmesan ostur
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
Skerið pylsunar í bita.
Hellið sósunni í pott og hitið. Bætið pylsunum úti og sigtið svo vatnið af pastanum og bætið saman við í lokin.
Stráið Parmesan osti yfir og njótið.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 22, 2024
September 26, 2024
September 22, 2024