Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir þá sem það vilja. Saðsamur og góður réttur.

2-3 lúkur af pasta penne og skrúfum í bland 
2-4 pylsur, fer eftir fjölda í mat
1 krukka af pastasósu
Parmesan ostur

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.

Skerið pylsunar í bita.

Hellið sósunni í pott og hitið. Bætið pylsunum úti og sigtið svo vatnið af pastanum og bætið saman við í lokin.

Stráið Parmesan osti yfir og njótið.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa

Rjómapasta með Risarækjum!
Rjómapasta með Risarækjum!

November 23, 2024

Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!

Halda áfram að lesa

Pizza með risarækjum!
Pizza með risarækjum!

November 15, 2024

Pizza með risarækjum!
Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!

Halda áfram að lesa