May 11, 2020
Pizza veisla fjölskyldunnar
Ég bauð í pizzaveislu með aðeins breyttu ívafi en hver og einn bjó til sína eigin pizzu og setti á hana það sem hann hann vildi ofan á og hvernig hún ætti að vera í laginu.
Útkomurnar voru ansi skemmtilegar eins og sjá má á myndunum en ég tók eftir því að það vildu allir hafa þær pínu vel bakaðar!
Pizzadeig (búið til eða keypt tilbúið)
Pizzasósa
Barbique sósa
Mosarella ostur
Rjómaostur (bláa dósin 500.gr)
Pepperoni
Skinka
Sveppir
Rauðlauks-sulta (rauðlaukur niðurskorin og látin malla í smá tíma með 1-2.msk af hunangi
Olívur, svartar, niðurskornar
Nacos
Þetta er það sem við notuðum í þetta sinn en úrvalið er auðvitað mikið meira.
Pizza pepperoni, einföld og góð!
Pizza pepperoni með sveppum!
Pizza pepperoni með skinku, osti og rjómaosti!
Pizza pepperoni, rjómaostur, rauðlaukssulta, olívur og nacos flögur!
Pizza peppeoni með fylltum osta kanti, rauðlaukssultu, svörtum olívum, nacos, rjómaosti sprautuðum ofan (hefði mátt vanda mig aðeins) og svo barbique sósu ofaná á nacosið.
En svona getur verið gaman að hafa pizzakvöld þar sem allir búa til sína eigin pizzu með sínu eigin áleggsvali.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
March 07, 2025
Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt.
February 06, 2025
Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.