Pizza veisla fjölskyldunnar

May 11, 2020

Pizza veisla fjölskyldunnar

Pizza veisla fjölskyldunnar
Ég bauð í pizzaveislu með aðeins breyttu ívafi en hver og einn bjó til sína eigin pizzu og setti á hana það sem hann hann vildi ofan á og hvernig hún ætti að vera í laginu.
Útkomurnar voru ansi skemmtilegar eins og sjá má á myndunum en ég tók eftir því að það vildu allir hafa þær pínu vel bakaðar!

Pizzadeig (búið til eða keypt tilbúið)
Pizzasósa
Barbique sósa
Mosarella ostur
Rjómaostur (bláa dósin 500.gr)
Pepperoni
Skinka
Sveppir
Rauðlauks-sulta (rauðlaukur niðurskorin og látin malla í smá tíma með 1-2.msk af hunangi
Olívur, svartar, niðurskornar
Nacos 
Þetta er það sem við notuðum í þetta sinn en úrvalið er auðvitað mikið meira.
           
Pizza pepperoni, einföld og góð!
           
Pizza pepperoni með sveppum!
           
Pizza pepperoni með skinku, osti og rjómaosti!
           
Pizza pepperoni, rjómaostur, rauðlaukssulta, olívur og nacos flögur!
           
Pizza peppeoni með fylltum osta kanti, rauðlaukssultu, svörtum olívum, nacos, rjómaosti sprautuðum ofan (hefði mátt vanda mig aðeins) og svo barbique sósu ofaná á nacosið.

En svona getur verið gaman að hafa pizzakvöld þar sem allir búa til sína eigin pizzu með sínu eigin áleggsvali.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa