Pizza með risarækjum!
November 15, 2024
Pizza með risarækjum!Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!
Í máli & myndum
1 pk Toro mix blanda, farið eftir leiðbeiningunum, ég nota ávallt olíu
Hrærið Toro mixið saman og látið hefast í um 60 mínútur yfir heitu vatnsbaði eða ofaná ofni
Skiptið deiginu í 3 hluta
Pizza nr 11 hluti pizzadeigsins
Pizzasósa
Risarækjur
Sítrónupipar
Rjómaostur (ég notaði ostinn í bláu dósunum)
Mosarellaostur
Pizzakrydd frá Kryddhúsinu eða annað sambærilegt
Pizzadeig, pizzasósa, mosarellaostur, rjómaostur og pizzakrydd
Bakið pizzu númer 1 í um 15-20 mínútur áður en risarækjurnar eru settar ofan á
Steikið risarækjurnar í olíu og kryddið með sítrónupipar frá By Artos sem fæst
hérna og setjið þær svo ofan á pizzuna og inn í ofn í smá stund.
Pizza 21 hluti pizzadeigsins
Pizzasósa
Pepperoni
Rjómaostur (ég notaði ostinn í bláu dósunum)MosarellaosturPizzakrydd frá Kryddhúsinu eða annað sambærilegtPizzadeig, pizzasósa, pepperoní, mosarellaostur, rjómaostur, pizzakrydd
Sett inn i 180°c heitan ofn í ca 15-20 mínútur ef hann er orðinn heitur.
Kanilstangir 3Fletjið deigið út og skerið í lengjur og kryddið með kanilsykri
Bakið í ofni í um 15 mínútur
Fletjið deigið út og skiptið 6 lengjur
Stráið yfir þær kanilsykri og setjið svo inn í ofn á 180°c í um 15 mínútur
Ljúffengar nýbakaðar kanilstangir
Ljúffeng pizza pepperoní
Ljúffeng pizza með risarækjum og rjómaosti
Svona er einfalt að útbúa pizza veislu með Toro mixinu sem passar í 3 pizzur eða 2 og kanilstangir, nú eða í eina risastóra, þið veljið.
Dásamlega góð máltíð
Restina á ég svo til góða til að taka út eftir hendinni þegar ég tek mér frí frá eldamennskunni, snilldin ein og ekki arða fer til spillis.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.