Pizza með kjúkling og rjómaosti

August 09, 2022

Pizza með kjúkling og rjómaosti

Pizza með kjúkling, sveppum og rjómaosti
Þær þurfa ekki alltaf að vera alveg eins blessaðar pizzurnar og oft eru þær bestar þegar maður notar bara það sem til er í ísskápnum, kannast einhver við það.

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 

Eða notið tilbúið, ykkar er valið.

Pizza sósa
Kjúklingalundir í raspi, fást tilbúnar, snilld að skera þær í bita ofan á pizzurnar
Sveppir, skornir í sneiðar
Rjómaostur
Mozarella ostur

Berið sósuna á botninn og svo ostinn og svo restina ofan á og inn i ofn á 180°c í um 20-25 mínútur. 

Ein sú einfaldasta

Njótið og deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa