Pizza með kjúkling og rjómaosti

August 09, 2022

Pizza með kjúkling og rjómaosti

Pizza með kjúkling, sveppum og rjómaosti
Þær þurfa ekki alltaf að vera alveg eins blessaðar pizzurnar og oft eru þær bestar þegar maður notar bara það sem til er í ísskápnum, kannast einhver við það.

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 

Eða notið tilbúið, ykkar er valið.

Pizza sósa
Kjúklingalundir í raspi, fást tilbúnar, snilld að skera þær í bita ofan á pizzurnar
Sveppir, skornir í sneiðar
Rjómaostur
Mozarella ostur

Berið sósuna á botninn og svo ostinn og svo restina ofan á og inn i ofn á 180°c í um 20-25 mínútur. 

Ein sú einfaldasta

Njótið og deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Pizza pepp, banana og gráðosta!
Pizza pepp, banana og gráðosta!

September 26, 2024

Pepperoní pizza m banana og gráðost!
Þessa útgáfu af pizzu fékk ég mér á Gallerí pizza á Hvolsvelli í sumar 24
Hún fór bara ekki úr huga mér svo ég skellti mér í eina og þær verða pottþétt fleirri. 
Þessi kitlar bragðlaukana svo um munar og ég skora á alla að prufa.

Halda áfram að lesa

Tortellini pylsupasta
Tortellini pylsupasta

September 22, 2024

Tortellini pylsupasta!
Einfaldara getur það vart verið og stundum þá elska ég einfaldleikann og að nýta bara það sem til er í skápunum og ísskápnum. Hérna er á ferðinni réttur með aðeins 5 hráefnum.

Halda áfram að lesa

Pasta með risarækjum!
Pasta með risarækjum!

July 31, 2024

Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.

Halda áfram að lesa