Pizza með kjúkling og rjómaosti

August 09, 2022

Pizza með kjúkling og rjómaosti

Pizza með kjúkling, sveppum og rjómaosti
Þær þurfa ekki alltaf að vera alveg eins blessaðar pizzurnar og oft eru þær bestar þegar maður notar bara það sem til er í ísskápnum, kannast einhver við það.

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 

Eða notið tilbúið, ykkar er valið.

Pizza sósa
Kjúklingalundir í raspi, fást tilbúnar, snilld að skera þær í bita ofan á pizzurnar
Sveppir, skornir í sneiðar
Rjómaostur
Mozarella ostur

Berið sósuna á botninn og svo ostinn og svo restina ofan á og inn i ofn á 180°c í um 20-25 mínútur. 

Ein sú einfaldasta

Njótið og deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Toro Pizza partý
Toro Pizza partý

March 27, 2024

Toro Pizza partý
1 pakki af Toro ítölsku pizza blöndunni kom mér verulega á óvart, svakalega einfalt en aðeins þurfti að bæta saman við vatni og olíu og það sem meira er að þetta dugði í heilan helling af allsskonar sem ég bjó mér til.

Halda áfram að lesa

Carbonara tagliatelle pasta
Carbonara tagliatelle pasta

March 01, 2024

Carbonara tagliatelle pasta
Einstaklega góður réttur og auðveldari en maður heldur að búa hann til.
Ég mun gera þennan aftur fljótlega og prufa þá annarsskonar pasta/spagettí og jafnvel annað hráefni eins og skinku, risarækjur eða kjúkling.

Halda áfram að lesa

Pizza með heitreyktum lax
Pizza með heitreyktum lax

January 31, 2024

Pizza með heitreyktum lax
Hagsýna húsmóðirin nýtir allt vel og oftar en ekki þá nýti ég allt upp til agna. Ég útbjó mér Baguette með heitreyktum laxi og daginn eftir þá var pizza sem ég deili nú hérna með ykkur.

Halda áfram að lesa