August 09, 2022
Pizza með kjúkling, sveppum og rjómaosti
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað.
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu.
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á.
Eða notið tilbúið, ykkar er valið.
Pizza sósa
Kjúklingalundir í raspi, fást tilbúnar, snilld að skera þær í bita ofan á pizzurnar
Sveppir, skornir í sneiðar
Rjómaostur
Mozarella ostur
Berið sósuna á botninn og svo ostinn og svo restina ofan á og inn i ofn á 180°c í um 20-25 mínútur.
Ein sú einfaldasta
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 26, 2024
September 22, 2024
July 31, 2024