Pizza með hráskinku

September 06, 2021

Pizza með hráskinku

Pizza með hráskinku
Þessi er algjörlega mín uppáhalds og hefur verið alveg síðan ég fór til Ítalíu 2004 og kynntist þeim þar. Í þessari reyndar setti ég ost í allan hringinn svona til að poppa hana upp.

Ég notaði tilbúna pizzakúlu (kaupi reglulega í fjáröflun þegar vinir eru að selja fyrir börnin sín, 10 kúlur saman og mæli með þeim) Ég tók hana út úr frysti að hádegi og lét hana í skál á borðið og plast yfir hana til að láta hana hefast og hún gerði það líka svona listavel en hér má líka finna uppskrift af pizzadeigi:

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Hráskinka
Pizzasósa
Mosarellaostur
Rucola
Parmesan ostur
     

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 
     
Fletjið deigið út og setjið pizzasósuna yfir og stráið mozarella osti ofan á og inn í hringinn í þessu tilfelli fyrir þá sem vilja og setjið inn í ofn á 180°c þar til gullinbrúnt og takið þá út og raðið hráskinkunni ofan á og rucola, ásamt rifnum Parmesan osti og njótið svo veislunnar.

Deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa