Pizza með hráskinku

September 06, 2021

Pizza með hráskinku

Pizza með hráskinku
Þessi er algjörlega mín uppáhalds og hefur verið alveg síðan ég fór til Ítalíu 2004 og kynntist þeim þar. Í þessari reyndar setti ég ost í allan hringinn svona til að poppa hana upp.

Ég notaði tilbúna pizzakúlu (kaupi reglulega í fjáröflun þegar vinir eru að selja fyrir börnin sín, 10 kúlur saman og mæli með þeim) Ég tók hana út úr frysti að hádegi og lét hana í skál á borðið og plast yfir hana til að láta hana hefast og hún gerði það líka svona listavel en hér má líka finna uppskrift af pizzadeigi:

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Hráskinka
Pizzasósa
Mosarellaostur
Rucola
Parmesan ostur
     

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 
     
Fletjið deigið út og setjið pizzasósuna yfir og stráið mozarella osti ofan á og inn í hringinn í þessu tilfelli fyrir þá sem vilja og setjið inn í ofn á 180°c þar til gullinbrúnt og takið þá út og raðið hráskinkunni ofan á og rucola, ásamt rifnum Parmesan osti og njótið svo veislunnar.

Deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa

Rjómapasta með Risarækjum!
Rjómapasta með Risarækjum!

November 23, 2024

Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!

Halda áfram að lesa

Pizza með risarækjum!
Pizza með risarækjum!

November 15, 2024

Pizza með risarækjum!
Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!

Halda áfram að lesa