Pizza krabbinn

November 05, 2022

Pizza krabbinn

Pizza krabbinn
Þessi er æði. Vinkona mín kom með nesti með sér og gerði þennan líka skemmtilega Pizza krabba hring fyrir okkur en við eigum það sameiginlegt að elska að elda og prufa eitthvað nýtt.

2 pizza deig (kúlulaga væri skemmtilegra)
1 dós/krukka af pizzasósu
1 stór ostur af Camembert

1 egg (til að bera á með)
1 poki af Mosarella osti

Fletjið deigið út og berið sósuna yfir. Setjið ostinn á fyrir miðju og setjið svo hitt deigið ofan á og lokið vel.



Skerið svo í ræmur eins og sjá má á myndinni með kleinujárni eða hníf

Snúið svo upp á hvern anga og smyrjið með pískuðu eggi og setjið mosarella ost yfir.

Bakið í um 180°c þar til gullin brúnt

Skreytið að vild. Gott er að bera fram með rifsberja sultu ef vill. 

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa