Pizza krabbinn
November 05, 2022
Pizza krabbinnÞessi er æði. Vinkona mín kom með nesti með sér og gerði þennan líka skemmtilega Pizza krabba hring fyrir okkur en við eigum það sameiginlegt að elska að elda og prufa eitthvað nýtt.
2 pizza deig (kúlulaga væri skemmtilegra)
1 dós/krukka af pizzasósu
1 stór ostur af Camembert
1 egg (til að bera á með)
1 poki af Mosarella osti

Fletjið deigið út og berið sósuna yfir. Setjið ostinn á fyrir miðju og setjið svo hitt deigið ofan á og lokið vel.


Skerið svo í ræmur eins og sjá má á myndinni með kleinujárni eða hníf

Snúið svo upp á hvern anga og smyrjið með pískuðu eggi og setjið mosarella ost yfir.

Bakið í um 180°c þar til gullin brúnt

Skreytið að vild. Gott er að bera fram með rifsberja sultu ef vill.
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
