Pizza krabbinn
November 05, 2022
Pizza krabbinnÞessi er æði. Vinkona mín kom með nesti með sér og gerði þennan líka skemmtilega Pizza krabba hring fyrir okkur en við eigum það sameiginlegt að elska að elda og prufa eitthvað nýtt.
2 pizza deig (kúlulaga væri skemmtilegra)
1 dós/krukka af pizzasósu
1 stór ostur af Camembert
1 egg (til að bera á með)
1 poki af Mosarella osti
Fletjið deigið út og berið sósuna yfir. Setjið ostinn á fyrir miðju og setjið svo hitt deigið ofan á og lokið vel.
Skerið svo í ræmur eins og sjá má á myndinni með kleinujárni eða hníf
Snúið svo upp á hvern anga og smyrjið með pískuðu eggi og setjið mosarella ost yfir.
Bakið í um 180°c þar til gullin brúnt
Skreytið að vild. Gott er að bera fram með rifsberja sultu ef vill.
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Pasta & pizzur
December 13, 2024
Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.
Halda áfram að lesa
November 23, 2024
Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!
Halda áfram að lesa
November 15, 2024
Pizza með risarækjum!
Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!
Halda áfram að lesa