Pizza hátíðarlengjan!

January 23, 2023

Pizza hátíðarlengjan!

Pizza hátíðarlengjan!
Þessa snilldarinnar uppskrift fékk ég senda frá henni Dísu vinkonu minni og fær hún toppeinkunn en við Guðrún vinkona gerðum hana saman og vorum sammála um að hún yrði gerð, aftur og aftur! Kannski setjum við smá tvíst í hana og bætum einhverju fleirru saman við næst eða notum rautt pestó, hver veit.

Innihald:
1 stk pizzadeig
3-4 tómatar
2 stk mosarella ostur í pokum
1.dós grænt pestó eða annað sambærilegt
1.egg (til að pensla með)
Furuhnetur
Basilíka
Origano krydd
Smá salt og pipar úr kvörn ef vill, eftir smekk


Leggið deigið á smjörpappír á bökunarplötu og skerið hliðarnar eins og smá má á mynd.

Smyrjið pestóinu á miðjuna, niðurskornum tómötum og ostinum þar ofan á

Fléttið til skiptis deiginu og lokið endunum og penslið með eggi. Stráið furuhnetunum jafnt yfir. Saltið og piprið úr kvörn eftir smekk, ef vill eða notið Oreganó. Basilík blöðin má líka nota til að skreyta með þegar búið er að baka pizza lengjuna.

Bakið við 180°c í ca 25 mínútur eða þar til þið sjáið er lengjan er orðin gullinbrún. Gott er að bera fram Pestó, þar sem það lekur smá út.

Fallegu skurðarbrettin frá Hjartalag.is passa dásamlega vel undir og akkúrat. Þau fást líka í svörtu.

Uppskrift Dísa
Skreyting Guðrún Diljá
Ljósmyndir Ingunn Mjöll


Deilið með gleði,,

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók








Einnig í Pasta & pizzur

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa