Pizza hátíðarlengjan!

January 23, 2023

Pizza hátíðarlengjan!

Pizza hátíðarlengjan!
Þessa snilldarinnar uppskrift fékk ég senda frá henni Dísu vinkonu minni og fær hún toppeinkunn en við Guðrún vinkona gerðum hana saman og vorum sammála um að hún yrði gerð, aftur og aftur! Kannski setjum við smá tvíst í hana og bætum einhverju fleirru saman við næst eða notum rautt pestó, hver veit.

Innihald:
1 stk pizzadeig
3-4 tómatar
2 stk mosarella ostur í pokum
1.dós grænt pestó eða annað sambærilegt
1.egg (til að pensla með)
Furuhnetur
Basilíka
Origano krydd
Smá salt og pipar úr kvörn ef vill, eftir smekk


Leggið deigið á smjörpappír á bökunarplötu og skerið hliðarnar eins og smá má á mynd.

Smyrjið pestóinu á miðjuna, niðurskornum tómötum og ostinum þar ofan á

Fléttið til skiptis deiginu og lokið endunum og penslið með eggi. Stráið furuhnetunum jafnt yfir. Saltið og piprið úr kvörn eftir smekk, ef vill eða notið Oreganó. Basilík blöðin má líka nota til að skreyta með þegar búið er að baka pizza lengjuna.

Bakið við 180°c í ca 25 mínútur eða þar til þið sjáið er lengjan er orðin gullinbrún. Gott er að bera fram Pestó, þar sem það lekur smá út.

Fallegu skurðarbrettin frá Hjartalag.is passa dásamlega vel undir og akkúrat. Þau fást líka í svörtu.

Uppskrift Dísa
Skreyting Guðrún Diljá
Ljósmyndir Ingunn Mjöll


Deilið með gleði,,

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Einnig í Pasta & pizzur

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa

Toro Pizza partý
Toro Pizza partý

March 27, 2024

Toro Pizza partý
1 pakki af Toro ítölsku pizza blöndunni kom mér verulega á óvart, svakalega einfalt en aðeins þurfti að bæta saman við vatni og olíu og það sem meira er að þetta dugði í heilan helling af allsskonar sem ég bjó mér til.

Halda áfram að lesa

Carbonara tagliatelle pasta
Carbonara tagliatelle pasta

March 01, 2024

Carbonara tagliatelle pasta
Einstaklega góður réttur og auðveldari en maður heldur að búa hann til.
Ég mun gera þennan aftur fljótlega og prufa þá annarsskonar pasta/spagettí og jafnvel annað hráefni eins og skinku, risarækjur eða kjúkling.

Halda áfram að lesa