Pizza á grillið!

February 11, 2020

Pizza á grillið!

Pizza á grillið
með ostafylltum kannti!

Þessi var alveg trufluð og alltaf gaman að geta leikið sér í pizzagerðinni og ég veit að margir eiga sér pizzadaga í hverri viku.

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 

Fylling:
Mozzarella ostur
Pizzasósa
Pepperoni
Skinka
green tabasco, bara örlitið
Rauðlaukur
Caper's

Mozzarella ferskur
Olívur, grænar fylltar
Spínat

Byrjið á að fletja út deigið og fylla það síðan með Mozzarella ostinum í kantinn, smyrjið pizzasósunni yfir, síðan pepperoni, skinku, rauðlauk, smá caper's, mozzarella ostinum stráð vel yfir eftir smekk og svo ferskum Mozzarella ostinunum í sneiðum ásamt ólívunum og spínatinu, setjið pizzuna á bökunarpappí og á grillið í ca 10 mín, en gætið hennar vel á meðan!

Borin fram með ljúffengu rauðvíni!

Uppskrift Rúnar Gregory

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa