Pizza á grillið!

February 11, 2020

Pizza á grillið!

Pizza á grillið
með ostafylltum kannti!

Þessi var alveg trufluð og alltaf gaman að geta leikið sér í pizzagerðinni og ég veit að margir eiga sér pizzadaga í hverri viku.

Pizzadeig
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað. 
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu. 
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 

Fylling:
Mozzarella ostur
Pizzasósa
Pepperoni
Skinka
green tabasco, bara örlitið
Rauðlaukur
Caper's

Mozzarella ferskur
Olívur, grænar fylltar
Spínat

Byrjið á að fletja út deigið og fylla það síðan með Mozzarella ostinum í kantinn, smyrjið pizzasósunni yfir, síðan pepperoni, skinku, rauðlauk, smá caper's, mozzarella ostinum stráð vel yfir eftir smekk og svo ferskum Mozzarella ostinunum í sneiðum ásamt ólívunum og spínatinu, setjið pizzuna á bökunarpappí og á grillið í ca 10 mín, en gætið hennar vel á meðan!

Borin fram með ljúffengu rauðvíni!

Uppskrift Rúnar Gregory

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Kartöflupizza!
Kartöflupizza!

November 10, 2023

Kartöflupizza!
Hefði ég pantað mér hana, nei en eftir að hafa smakkað eðal súrdeigs Kartöflupizzu hjá henni Ídu sem rak Kaffi Klöru í fyrra, þá klárlega. Nú ekki á ég hæg heimatökin á Ólafsfjörðinn,,,

Halda áfram að lesa

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa