February 11, 2020
Pizza á grillið
með ostafylltum kannti!
Þessi var alveg trufluð og alltaf gaman að geta leikið sér í pizzagerðinni og ég veit að margir eiga sér pizzadaga í hverri viku.
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað.
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu.
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á.
Fylling:
Mozzarella ostur
Pizzasósa
Pepperoni
Skinka
green tabasco, bara örlitið
Rauðlaukur
Caper's
Mozzarella ferskur
Olívur, grænar fylltar
Spínat
Byrjið á að fletja út deigið og fylla það síðan með Mozzarella ostinum í kantinn, smyrjið pizzasósunni yfir, síðan pepperoni, skinku, rauðlauk, smá caper's, mozzarella ostinum stráð vel yfir eftir smekk og svo ferskum Mozzarella ostinunum í sneiðum ásamt ólívunum og spínatinu, setjið pizzuna á bökunarpappí og á grillið í ca 10 mín, en gætið hennar vel á meðan!
Borin fram með ljúffengu rauðvíni!
Uppskrift Rúnar Gregory
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 31, 2024
July 16, 2024
April 26, 2024