Penne pasta í carbonara

April 22, 2022

Penne pasta í carbonara

Penne pasta í carbonara
Stundum finnst mér gott að grípa til einfaldleikans og þá komur Carbonara pasta sósann frá Knorr sterk inn og ef ég væri að elda fyrir ca.3-4 þá þá myndi ég nota alla þrjá pakkana sem eru í kassanum út í hálfan líter af rjóma en fyrir mig eina þá nota ég einn pakka.

2 bollar af Penne pasta
1/ 4 lítri af rjóma eða matreiðslurjóma
Nokkrir sveppir niðurskornir
Hálfur pakki af beikoni

Sjóðið pastað í ca 20 mínútur. Skerið beikonið niður í bita og raðið á bökunarpappír og setjið inn í ofn þar til það er orðið stökkt og gott. Hitið rjómann og bætið 1 pakka saman við (miðað við einn) og bætið svo sveppunum saman við. Þegar pastað er tilbúið bætið því þá saman við og setjið svo beiknonið ofan á í restina. Skreytið með steinselju.

Borið fram með sneiddu hvítlauksbrauði.

Njótið & deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Pasta & pizzur

Pizza með heitreyktum lax
Pizza með heitreyktum lax

January 31, 2024

Pizza með heitreyktum lax
Hagsýna húsmóðirin nýtir allt vel og oftar en ekki þá nýti ég allt upp til agna. Ég útbjó mér Baguette með heitreyktum laxi og daginn eftir þá var pizza sem ég deili nú hérna með ykkur.

Halda áfram að lesa

Fylltur pastaréttur
Fylltur pastaréttur

December 07, 2023

Fylltur pastaréttur
Ég er ósjaldan að reyna að hafa tilbreytingu í matarvali mínum og svo hef ég líka svo gaman af því að prufa nýtt. Hérna ákvað ég að fylla þetta stóra pasta af hakkrétti og setja svo inn í ofn og ost yfir.

Halda áfram að lesa

Kartöflupizza!
Kartöflupizza!

November 10, 2023

Kartöflupizza!
Hefði ég pantað mér hana, nei en eftir að hafa smakkað eðal súrdeigs Kartöflupizzu hjá henni Ídu sem rak Kaffi Klöru í fyrra, þá klárlega. Nú ekki á ég hæg heimatökin á Ólafsfjörðinn,,,

Halda áfram að lesa