Penne pasta í carbonara

April 22, 2022

Penne pasta í carbonara

Penne pasta í carbonara
Stundum finnst mér gott að grípa til einfaldleikans og þá komur Carbonara pasta sósann frá Knorr sterk inn og ef ég væri að elda fyrir ca.3-4 þá þá myndi ég nota alla þrjá pakkana sem eru í kassanum út í hálfan líter af rjóma en fyrir mig eina þá nota ég einn pakka.

2 bollar af Penne pasta
1/ 4 lítri af rjóma eða matreiðslurjóma
Nokkrir sveppir niðurskornir
Hálfur pakki af beikoni

Sjóðið pastað í ca 20 mínútur. Skerið beikonið niður í bita og raðið á bökunarpappír og setjið inn í ofn þar til það er orðið stökkt og gott. Hitið rjómann og bætið 1 pakka saman við (miðað við einn) og bætið svo sveppunum saman við. Þegar pastað er tilbúið bætið því þá saman við og setjið svo beiknonið ofan á í restina. Skreytið með steinselju.

Borið fram með sneiddu hvítlauksbrauði.

Njótið & deilið með gleði.Einnig í Pasta & pizzur

Chili túnfisk pizza
Chili túnfisk pizza

April 21, 2022

Chili túnfisk pizza
Vinkona mín fékk sér súpergóða túnfisk pizzu úti og póstaði mynd og ég bara varð að prufa þessa útfærslu af pizzu svo hérna kemur hún.

Halda áfram að lesa

Pizza með hráskinku
Pizza með hráskinku

September 06, 2021

Pizza með hráskinku
Þessi er algjörlega mín uppáhalds og hefur verið alveg síðan ég fór til Ítalíu 2004 og kynntist þeim þar.

Halda áfram að lesa

Humarpizza
Humarpizza

May 01, 2021

Humarpizza 
Ég var með nokkra vini í mat fyrir stuttu síðan og bauð þeim upp á alveg æðislega humarpizzu sem var alls ekki flókin, ja fyrir utan kannski að snyrta humarinn.

Halda áfram að lesa