Penne pasta í carbonara

April 22, 2022

Penne pasta í carbonara

Penne pasta í carbonara
Stundum finnst mér gott að grípa til einfaldleikans og þá komur Carbonara pasta sósann frá Knorr sterk inn og ef ég væri að elda fyrir ca.3-4 þá þá myndi ég nota alla þrjá pakkana sem eru í kassanum út í hálfan líter af rjóma en fyrir mig eina þá nota ég einn pakka.

2 bollar af Penne pasta
1/ 4 lítri af rjóma eða matreiðslurjóma
Nokkrir sveppir niðurskornir
Hálfur pakki af beikoni

Sjóðið pastað í ca 20 mínútur. Skerið beikonið niður í bita og raðið á bökunarpappír og setjið inn í ofn þar til það er orðið stökkt og gott. Hitið rjómann og bætið 1 pakka saman við (miðað við einn) og bætið svo sveppunum saman við. Þegar pastað er tilbúið bætið því þá saman við og setjið svo beiknonið ofan á í restina. Skreytið með steinselju.

Borið fram með sneiddu hvítlauksbrauði.

Njótið & deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa