Penne pasta í carbonara

April 22, 2022

Penne pasta í carbonara

Penne pasta í carbonara
Stundum finnst mér gott að grípa til einfaldleikans og þá komur Carbonara pasta sósann frá Knorr sterk inn og ef ég væri að elda fyrir ca.3-4 þá þá myndi ég nota alla þrjá pakkana sem eru í kassanum út í hálfan líter af rjóma en fyrir mig eina þá nota ég einn pakka.

2 bollar af Penne pasta
1/ 4 lítri af rjóma eða matreiðslurjóma
Nokkrir sveppir niðurskornir
Hálfur pakki af beikoni

Sjóðið pastað í ca 20 mínútur. Skerið beikonið niður í bita og raðið á bökunarpappír og setjið inn í ofn þar til það er orðið stökkt og gott. Hitið rjómann og bætið 1 pakka saman við (miðað við einn) og bætið svo sveppunum saman við. Þegar pastað er tilbúið bætið því þá saman við og setjið svo beiknonið ofan á í restina. Skreytið með steinselju.

Borið fram með sneiddu hvítlauksbrauði.

Njótið & deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Toro Pizza partý
Toro Pizza partý

March 27, 2024

Toro Pizza partý
1 pakki af Toro ítölsku pizza blöndunni kom mér verulega á óvart, svakalega einfalt en aðeins þurfti að bæta saman við vatni og olíu og það sem meira er að þetta dugði í heilan helling af allsskonar sem ég bjó mér til.

Halda áfram að lesa

Carbonara tagliatelle pasta
Carbonara tagliatelle pasta

March 01, 2024

Carbonara tagliatelle pasta
Einstaklega góður réttur og auðveldari en maður heldur að búa hann til.
Ég mun gera þennan aftur fljótlega og prufa þá annarsskonar pasta/spagettí og jafnvel annað hráefni eins og skinku, risarækjur eða kjúkling.

Halda áfram að lesa

Pizza með heitreyktum lax
Pizza með heitreyktum lax

January 31, 2024

Pizza með heitreyktum lax
Hagsýna húsmóðirin nýtir allt vel og oftar en ekki þá nýti ég allt upp til agna. Ég útbjó mér Baguette með heitreyktum laxi og daginn eftir þá var pizza sem ég deili nú hérna með ykkur.

Halda áfram að lesa