Pasta með risarækjum!

July 31, 2024

Pasta með risarækjum!

Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.

1 krukka af Filippo Berio Arrabbiata pastasósu (það eru til fleirri tegundir)
Risarækjur, kryddið þær með sítrónupipar, ég notaði þennan sem sjá má á myndinni
5-7 Tagliatelle pasta rúllur
1/2-1 papriku
Blaðlauk
Smá tómata
Spínatkál, 2-3 lúkur eftir ykkar smekk
1 peli af rjóma

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Kryddið risarækjurnar og steikið á pönnu. Skerið niður grænmetið. Blandið saman Arrabbiata pastasósunni í pott og rjómanum og bætið grænmetinu saman við og látið malla í um 10.mínútur. 

Þegar pastað er tilbúið takið þá vatnið af og bætið því út í sósuna og allra síðast, bætið risarækjunum saman við.

Grænmetinu bætt saman við sósuna

Svo spínatinu

Pastanu bætt út í réttinn

Risarækjunum

Ég toppaði svo réttinn með parmesan osti



Borið fram með heimagerðum brauðbollum.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Tariello pastaréttur!
Tariello pastaréttur!

December 13, 2024

Tariello pastaréttur
Tariello pasta og Nduja sterk krydduð er mjúkt kryddað svínakjöts mauk, með chili frá Calabriu á Ítalíu sem ég blandaði svo saman við rjóma og Ricotta e Noci pesto ásamt sveppum og blaðlauk, einstaklega einfaldur en gómsætur pastaréttur sem bragð er af.

Halda áfram að lesa

Rjómapasta með Risarækjum!
Rjómapasta með Risarækjum!

November 23, 2024

Rjómapasta með Risarækjum!
Einstaklega ljúffengur pastaréttur sem ég smellti í eitt kvöldið og nýtti bæði það sem ég átti til og sló í gegn hjá sjálfri mér í leiðinni því þessi réttur dugði mér í 3 máltíðir og var alltaf jafn góður, trúið mér!

Halda áfram að lesa

Pizza með risarækjum!
Pizza með risarækjum!

November 15, 2024

Pizza með risarækjum!
Ég lagði upp með að gera allar pizzurnar úr pizza mixinu frá Toro með risarækjum en svo þegar ég byrjaði þá breyttust plönin mín eins og svo oft áður og úr varð, 1 pizza með risarækjum, 1 pizza með pepperóní og svo úr þriðja hlutanum bjó ég til kanilstangir, virkilega skemmtileg tilbreyting og líka svo gott allt saman!

Halda áfram að lesa