Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun bæta einhverju í hana næst eins og gulrótum t.d., sveppum, brokkolí eða öðru góðgæti en þetta var mjög gott. Fær mín bestu meðfmæli.

500-600g fínt niðurskorinn kjúklingur (bringur eða úrbeinuð læri)
1 ds tómatar niðursoðnir (16 oz) 
1 ds tómat púrra (6 oz)
1-2 msk söxuð steinselja
1-2 tsk salt
1 tsk basil
200-220g lasagna plötur
2 ds hrein kotasæla
1 egg
¼ tsk pipar
¼ bolli parmesan ostur
180g mozzarella ostur

Matreiðsla: Steikið kjúklinginn á pönnu.

Setjið tómatana, tómatpúrruna, ½ tsk 
af steinseljunni og 1 tsk af saltinu í blandara og hrærið saman. 

Hellið blöndunni út á pönnuna með kjúklingnum og látið krauma í ca. 15-20 min.

Blandið í skál afganginum af steinseljunni, 
afganginum af saltinu, kotasælunni, egginu og pipar.
Raðið þessu í eldfast mót þannig: fyrst kjúklingblöndunni af pönnunni, 
þar yfir kotasælublandan, því næst yfir það mozzarella osturinn og lasagna plöturna lagðar yfir, aftur lag af kjúklingi og svo parmesan ostur.

Setjið í 190° heitan ofn og eldið í 30 mínútur. 
Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram.


Ég bar fram súrdeigbollu með smjöri og smá saltflögum ofan á.

Þessi réttur var áætlaður fyrir 6 en ég myndi persónulega tvöfalda uppskriftina til þess að hann dugi fyrir 6 en myndi henta að mínu mati fyrir 4.

Ljósmyndir
Ingunn Mjöll

Deilið með gleði..

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 

Einnig í Pasta & pizzur

Pizza með heitreyktum lax
Pizza með heitreyktum lax

January 31, 2024

Pizza með heitreyktum lax
Hagsýna húsmóðirin nýtir allt vel og oftar en ekki þá nýti ég allt upp til agna. Ég útbjó mér Baguette með heitreyktum laxi og daginn eftir þá var pizza sem ég deili nú hérna með ykkur.

Halda áfram að lesa

Fylltur pastaréttur
Fylltur pastaréttur

December 07, 2023

Fylltur pastaréttur
Ég er ósjaldan að reyna að hafa tilbreytingu í matarvali mínum og svo hef ég líka svo gaman af því að prufa nýtt. Hérna ákvað ég að fylla þetta stóra pasta af hakkrétti og setja svo inn í ofn og ost yfir.

Halda áfram að lesa

Kartöflupizza!
Kartöflupizza!

November 10, 2023

Kartöflupizza!
Hefði ég pantað mér hana, nei en eftir að hafa smakkað eðal súrdeigs Kartöflupizzu hjá henni Ídu sem rak Kaffi Klöru í fyrra, þá klárlega. Nú ekki á ég hæg heimatökin á Ólafsfjörðinn,,,

Halda áfram að lesa