February 11, 2020
Heimagert Lasagna
frá Dísu vinkonu minni
Ein af mínu uppáhalds uppskriftum, gott að útbúa nokkrar uppskriftir og eiga í frystinum til að grípa í.
Kjötsósan:
1 kíló nautahakk
2 carlic tómatar í dós (sneiddir)
2 normal tómatar í dós (sneiddir)
1 dós Hunt‘s tómatþykkni
Kryddað vel með:
Oregano
Svartur pipar
Basilíkum
Sósa:
2 dósir sýrður rjómi 10%
2 pokar af blönduðum góðum osti (brytjaður)
Lasagna plötur
Sósan hituð upp og krydduð, kjötið steikt á pönnu og látið út í, smakkað til og kryddað eftir smekk.
Sýrður rjómi og osturinn hrærður saman.
Allt sett í eldfast mót.
Kjótsósan, lasagna plötur, sósan og svo koll af kolli.
Gott er að skera niður tómata og raða ofaná efst og krydda aðeins með pipar og setja svo inn í ofn.
Borið fram með góðu brauði og fersku salati.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 29, 2023
May 12, 2023
March 24, 2023