Heimagert Lasagna!

February 11, 2020

Heimagert Lasagna!

Heimagert Lasagna
frá Dísu vinkonu minni
Ein af mínu uppáhalds uppskriftum, gott að útbúa nokkrar uppskriftir og eiga í frystinum til að grípa í.

Kjötsósan: 
1 kíló nautahakk 
2 carlic tómatar í dós (sneiddir) 
2 normal tómatar í dós (sneiddir) 
1 dós Hunt‘s tómatþykkni 
Kryddað vel með: 
Oregano 
Svartur pipar 
Basilíkum 

Sósa: 
2 dósir sýrður rjómi 10% 
2 pokar af blönduðum góðum osti (brytjaður) 
Lasagna plötur 

Sósan hituð upp og krydduð, kjötið steikt á pönnu og látið út í, smakkað til og kryddað eftir smekk.
Sýrður rjómi og osturinn hrærður saman.
Allt sett í eldfast mót.
Kjótsósan, lasagna plötur, sósan og svo koll af kolli.
Gott er að skera niður tómata og raða ofaná efst og krydda aðeins með pipar og setja svo inn í ofn. 

Borið fram með góðu brauði og fersku salati. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa