October 29, 2020
Hakk og spaghetti með spældu eggi
Alltaf jafn vinsælt, alveg sama hvað maður verður gamall og svo er maður alltaf að prufa nýjar og spennandi útfærslur svo að maður fái ekki leið á þessu.
Innihald:
500 gr Nautahakk
½ tsk svartur pipar
½ tsk salt
400 gr spagettí heilhveiti/hveiti/spelt
200 ml Vatn
1 msk KJÖTKRAFTUR
1.krukka pastasósa
Parmesan ostur
Aðferð:
Steikið kjötið og kryddið með salt og pipar.
Þegar kjötið er orðið brúnt er vatnið sett saman við ásamt kjötkrafti og pastasósunni, sjóðið rólega í ca 5-7 mín við vægan hita.
Setjið spaghetti á disk og kjötið þar yfir
Spælið eggið á pönnu og setjið yfir kjötið og spaghettiið ef vill.
Ég bar fram þessa máltíð með brauði í ofni með tómatsósu og osti bráðnum yfir.
Gott að strá Parmesan osti ofan á hakkið.
April 22, 2022
April 21, 2022
September 06, 2021