Hakk og spaghetti með spældu eggi

October 29, 2020

Hakk og spaghetti með spældu eggi

Hakk og spaghetti með spældu eggi 
Alltaf jafn vinsælt, alveg sama hvað maður verður gamall og svo er maður alltaf að prufa nýjar og spennandi útfærslur svo að maður fái ekki leið á þessu.

Innihald:

500 gr Nautahakk
½ tsk svartur pipar
½ tsk salt
400 gr spagettí heilhveiti/hveiti/spelt
200 ml Vatn
1 msk KJÖTKRAFTUR
1.krukka pastasósa
Parmesan ostur

Aðferð:

Steikið kjötið og kryddið með salt og pipar.
Þegar kjötið er orðið brúnt er vatnið sett saman við ásamt kjötkrafti og pastasósunni, sjóðið rólega í ca 5-7 mín við vægan hita. 
Setjið spaghetti á disk og kjötið þar yfir 
Spælið eggið á pönnu og setjið yfir kjötið og spaghettiið ef vill.

Ég bar fram þessa máltíð með brauði í ofni með tómatsósu og osti bráðnum yfir.
Gott að strá Parmesan osti ofan á hakkið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa