Hakk og spaghetti með spældu eggi

October 29, 2020

Hakk og spaghetti með spældu eggi

Hakk og spaghetti með spældu eggi 
Alltaf jafn vinsælt, alveg sama hvað maður verður gamall og svo er maður alltaf að prufa nýjar og spennandi útfærslur svo að maður fái ekki leið á þessu.

Innihald:

500 gr Nautahakk
½ tsk svartur pipar
½ tsk salt
400 gr spagettí heilhveiti/hveiti/spelt
200 ml Vatn
1 msk KJÖTKRAFTUR
1.krukka pastasósa
Parmesan ostur

Aðferð:

Steikið kjötið og kryddið með salt og pipar.
Þegar kjötið er orðið brúnt er vatnið sett saman við ásamt kjötkrafti og pastasósunni, sjóðið rólega í ca 5-7 mín við vægan hita. 
Setjið spaghetti á disk og kjötið þar yfir 
Spælið eggið á pönnu og setjið yfir kjötið og spaghettiið ef vill.

Ég bar fram þessa máltíð með brauði í ofni með tómatsósu og osti bráðnum yfir.
Gott að strá Parmesan osti ofan á hakkið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Pizza pepp, banana og gráðosta!
Pizza pepp, banana og gráðosta!

September 26, 2024

Pepperoní pizza m banana og gráðost!
Þessa útgáfu af pizzu fékk ég mér á Gallerí pizza á Hvolsvelli í sumar 24
Hún fór bara ekki úr huga mér svo ég skellti mér í eina og þær verða pottþétt fleirri. 
Þessi kitlar bragðlaukana svo um munar og ég skora á alla að prufa.

Halda áfram að lesa

Tortellini pylsupasta
Tortellini pylsupasta

September 22, 2024

Tortellini pylsupasta!
Einfaldara getur það vart verið og stundum þá elska ég einfaldleikann og að nýta bara það sem til er í skápunum og ísskápnum. Hérna er á ferðinni réttur með aðeins 5 hráefnum.

Halda áfram að lesa

Pasta með risarækjum!
Pasta með risarækjum!

July 31, 2024

Pasta með risarækjum!
Tagliatelle rjómapasta með Arrabbiata pastasósunni frá Filippo Berio. Þessi var sælkeraréttur sem var og er einstaklega einfaldur og góður og einfalt að nýta það sem til er í ísskápnum til að setja með út í hann. Þetta er það sem ég notaði og átti til.

Halda áfram að lesa