Hakk og spaghetti með spældu eggi

October 29, 2020

Hakk og spaghetti með spældu eggi

Hakk og spaghetti með spældu eggi 
Alltaf jafn vinsælt, alveg sama hvað maður verður gamall og svo er maður alltaf að prufa nýjar og spennandi útfærslur svo að maður fái ekki leið á þessu.

Innihald:

500 gr Nautahakk
½ tsk svartur pipar
½ tsk salt
400 gr spagettí heilhveiti/hveiti/spelt
200 ml Vatn
1 msk KJÖTKRAFTUR
1.krukka pastasósa
Parmesan ostur

Aðferð:

Steikið kjötið og kryddið með salt og pipar.
Þegar kjötið er orðið brúnt er vatnið sett saman við ásamt kjötkrafti og pastasósunni, sjóðið rólega í ca 5-7 mín við vægan hita. 
Setjið spaghetti á disk og kjötið þar yfir 
Spælið eggið á pönnu og setjið yfir kjötið og spaghettiið ef vill.

Ég bar fram þessa máltíð með brauði í ofni með tómatsósu og osti bráðnum yfir.
Gott að strá Parmesan osti ofan á hakkið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Saltfisk pizza
Saltfisk pizza

June 29, 2023

Saltfisk pizza 
Með ostakantinum ásamt kartöflum og caper's. Stórgóð blanda sem má bæta við t.d. fetaosti eða öðru hráefni sem hugurinn kallar á. 

Halda áfram að lesa

Pylsupasta
Pylsupasta

May 12, 2023

Pylsupasta
Pasta og pylsur í ljúffengri pasta sósu er einn af þeim allra einföldustu réttum sem finna má og aðeins 3 hráefni í honum plús Parmesan osturinn ofan á fyrir

Halda áfram að lesa

Kjúklinga lagsagna
Kjúklinga lagsagna

March 24, 2023

Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun

Halda áfram að lesa