Carbonara tagliatelle pasta

March 01, 2024

Carbonara tagliatelle pasta

Carbonara tagliatelle pasta
Einstaklega góður réttur og auðveldari en maður heldur að búa hann til.
Ég mun gera þennan aftur fljótlega og prufa þá annarsskonar pasta/spagettí og jafnvel annað hráefni eins og skinku, risarækjur eða kjúkling.

400-500 g Tagliatelle pasta

200-300 g beikon, fínt að setja það á bökunarpappír og inn ofn
1 laukur, saxaður 
2-3 hvítlauksgeirar,kurlaðir (má sleppa)
2 egg 
1 peli rjómi / matreiðslurjómi 
50-100 g parmasen ostur 
salt og svartur pipar 

Tagliatelle pasta soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni 

Setjið beikonið á bökunarpappír og inn ofn á 180°c í ca 8 mínútur á hvorri hlið

Steikið laukinn lítilega eða þar til hann er orðinn mjúkur. 

Eggjum, rjóma og parmasen hrært saman í skál. 
Bragðbætt með pipar og salti ef þarf. 
Smakka til. ( Ath. parmesanostur og beikon gefa nokkurt salt) 

Saxið niður smá af ferskri steinselju til að skreyta með ef vill, má sleppa.

Soðnu Tagliatelle hellt í sigti. Hitin lækkaður undir pönnunni. 
Síðan er pastanu rennt út í pönnuna með beikoninu 
og eggjahrærunni hrært síðast saman við. 

Verði ykkur að góðu

Með pastanu var ég þarna með Aioli sem ég keypti hjá Kryddhúsinu og snittubrauð sem ég rétt hitaði upp inn í ofni.

Ég stráði svo meira af Parmesan ostinum yfir pastað mitt.

Alltaf dásamlegt þegar deilt er áfram, fyrirfram þakklæti.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni


EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 





Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa