Cannelloni sjávarrétta pasta

March 08, 2020

Cannelloni sjávarrétta pasta

Cannelloni sjávarrétta pasta
Við vinkonurnar tókum þátt saman í uppskriftakeppni einu sinni, sælkerarnir sjálfir þrumuðu í tvær uppskriftir sem þær voru alsælar með og hérna er önnur útgáfan!
Sjá má í máli og myndum.

8-10 stk.Cannelloni
1 litill poki risarækjur
6.stk hörpuskelfiskur
½ blaðlaukur
2 ferkjur (ferskar)
3 hvítlauksrif
100 gr rjómaostur
steinselja (eftir smekk)
1 stk.lime
Prima Donna ostur
salt og pipar
1 ½ teningur fiskikraftur
½ tsk. Þurrkaðar jalapeno flögur (fást í Sælkerabúðinni)
1 matreiðslurjómi
1 dl hvítvín
ruccola salat

Hellið olíu á pönnuna. Saxið hvítlauk og blaðlauk og setjið út á.
Grófskerið hörpuskelfiskinn og risarækjurnar og steikið með lauknum. 
Hellið rjómanum, rjómaostinum ásamt fiskikrafti, steinselju, jalapenoflögunum, pipar og salti. 
Setjið hvítvínið út í ásamt smátt skornum ferskjum.
Hrærið vel og látið malla í smá stund. 
Í lokin er bætt við röspuðum limeberki ásamt Prima Donna ostinum.  

Fyllið cannelonið og raðið á eldfastmót og hellið sósunni yfir
(passið að geyma smá af sósunni). 

Bakið í ofni í ca. 40 mín. 
Þegar 10 mín. eru eftir er restinni af sósunni hellt yfir ásamt ruccola salati. 
Rétturinn tekinn út og raspaður Prima Donna ostur yfir ásamt limeberki.

Borið fram með hvítlauksbrauði.

Uppskriftin er eftir okkur vinkonurnar
Ingunni & Guðrúnu

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Pasta & pizzur

Toro réttur með nýrnabaunum!
Toro réttur með nýrnabaunum!

March 16, 2025

Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa