Calzone pizza

May 20, 2020

Calzone pizza

Calzone pizza
Þegar ég var stödd í Bretlandi árið 1982 í ensku skóla þá var uppáhalds veitingastaðurinn okkar krakkanna ítalskur en þar hittumst við og fengum okkur pizzur, lasagna, bolonese ofl góðgæti, skrifuðum kort, spiluðum og nutum menningarinnar en það allra besta sem ég fékk var Calzone pizza en ég hef aldrei búið hana til sjálf fyrr en núna þessa og árið er 2020, ekki seinna að vænna fyrir svona sælkera eins og mig.

1.Pizzadeig (má vera tilbúið deig) 
Pizzasósa
Mosarella ostur rifinn
Skinka
Sveppir
1.egg

Ég notaði tilbúið deig.
Ég setti það á borð og teygði aðeins úr því og mótaði það svo með disk.
(Afskurðinn notaði ég í þunnbotna pepperoni pizzu)
Síðan dreyfði ég pizzasósunnu vel yfir deigið, setti slatta af osti, skinkuna skar ég niður og sveppina og raðaði því jafn yfir degið og setti svo smá meiri ost.
Svo lokaði ég henni og þrýsti hliðunum niður með gaffli og pískaði svo egg og bar á toppinn á pizzunni og kryddaði smá með oregano.

Bakaði svo pizzuna í um 25.mínútur á 180°c eða þar til hún var orðin gyllt og djúsí að sjá.
Ég mun klárlega gera svona pizzu aftur fljótlega, aftur og aftur svo góð var hún.

Afskurðurinn á deiginu var notaður í pepperoni pizzu en þið getið sett hvaða álegg sem er ofan á.

Deilið & njótið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa