July 16, 2020
Penne beikon pasta
Afar einfalt og súpergott Penne pasta í rjómasósu hefur verið vinsælt á mínu heimili enda ansi fljótlegt að elda.
Penne pasta
1/2 lítri af matreiðslurjóma
1.bréf beikon
Osta sósupakka frá Knorr x3 í pakkanum
Parmesan ost
Setjið beikonið á smjörpappír og inni í ofn þar til er orðið stökkt.
Takið þá út og raðið á eldhúspappír til að losa fituna úr sem kemur.
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Setjið rjómann í pott og setjið alla pakkana út í af Osta sósunni og hrærið vel í, látið suðuna koma upp og lækkið svo alveg niður og látið malla í smá stund.
Bætið svo pastanu út í og brytjið niður beikonið í restina úti blönduna.
Berið fram með góðu brauði eða eitt og sér er í lagi líka.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 13, 2024
November 23, 2024
November 15, 2024