Steinasafn Auðuns

May 01, 2020

Steinasafn Auðuns

Steinasafn Auðuns!
Er ekkert venjulegt steinasafn, né var það á hefðbundnum stað en það var 
vel falin perla inni í miðju iðnaðarhverfi, staðsett á Djúpavogi, á stað þar sem engum myndi detta i hug að væri þetta líka stórglæsilega steinasafn, engum!

Steinasafn Auðunns Mörk 8 Djúpavogi
Við rákumst á hann á göngu okkar um Djúpavog og hann bauð okkur að koma og skoða safnið sitt þótt svo að það væri lokað og satt að segja þá vorum við nú kannski alveg á því að elta manninn inn í iðnaðarhús í miðju iðnaðarhverfi til að skoða eitthvað steinasafn sem maðurinn hafði sagt okkur frá en eitt get ég sagt ykkur, ég sé ekki eftir því, því að þegar við hittum hann aðeins seinna þann dag þá létum við tilleiðast.
Við hefðum getað verið þarna í marga klukkutíma að skoða og spyrja manninn spjörunum úr enda miklar áhugamanneskjur um hversskonar steina.
            
Þennan stein sem sjá má á myndunum fyrir ofan fann hann einu sinni í steinaleit sinni og síðar meir fann hann svo hinn hlutann af honum en hann sagði okkur að hann hefði væntanlega legið í læk og hefði frostsprungið og minni hlutinn hefði runnið niður lækinn en þegar hann og bróðir hans voru að skoða þá þá hefði bróðir hans bent á að kannski væri sá minni bara lokið af þeim stærri, hann sagðist nú hafa sagt nei við því en engu að síður farið að prufa og allt í einu smullu þeir saman, sem var virkilega skemmtileg tilviljun.

Auðunn Baldursson er frá Djúpavogi og hefur hann safnað steinum í yfir 25 ár en árið 2004 keypti hann svo fyrstu sögina sína og hóf að saga og slípa steina.  
Árið 2009 opnaði hann síðan safnið að Mörk 8 og er það opið allt árið frá kl.10-18 og eftir samkomulagi en það er flutt í dag að Markarlandi 4.
            
Við fengum svo líka æðislega einkasýningu en hann tók upp hvern steininn á fætur öðrum og sagði okkur sögu hans, hvar hann hefði fundið hann og hvernig hann hefði séð að þarna gæti leynst áhugaverður steinn en á safninu er meðal annars Jaspis, Agat, Bergkristall og fleirri sjaldgæfir steinar sem hann hefur týnt í nágrenni Djúpavogs.
                        
Einnig eru þarna fallegir Amethyst steinar sem hann hefur keypt erlendis og flutt inn, ásamt nokkrum uppstoppuðum dýrum.
          
Allra stærsti steinninn er blanda af Agat og Bergkristal og vegur hann um 460 kg og er sá allra stærsti sinnar tegundar sem hefur fundist hér á Íslandi. 
          
Hann bauð okkur svo að koma daginn eftir og skoða steina sem hann væri að selja og slípa og sýndi okkur vélarnar sem hann notaði til að slípa og pússa og sögina en hann fékk einhvern annan til að saga í sundur þennan allra stærsta og tók það marga daga. 
Þetta var virkilega skemmtilegt að sjá, skoða og fræðast um og Auðunn með eindæmum skemmtilegur sögumaður um hvern þann stein sem hann tók upp, hann vissi nánast upp á hár hvar hann fann steinana og hvað það var sem leiddi auga hans að því að í þessum ákveðnu steinum fælist einhver dásemd, ekki laust við að maður langi til að fara að leita af steinum á austfirðunum!

Ef þið eigið leið þarna um, fyrir alla muni kíkið á hann og skoðið dásemdirnar, hægt er að hafa samband við hann og hérna er hægt að fylgja honum á facebook.

Ath. Safnið er komið á alveg nýjan stað að Markarlandi 4.
  
Myndir fengnar að láni frá henni Jóna Kristín Sigurðardóttir en þarna var áður Landsbankinn til húsa.

Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Birna kerti
Birna kerti

July 13, 2023

Birna Sigurbjörnsdóttir er eigandi af Birna kerti
Ég og Sólveig skelltum okkur á námskeið hjá henni Birnu þann 11.júní 23 þar sem við fengum innsýn í kerta gerð og endurnýtingu á kertum, dásamlegt námskeið og persónulegt þar sem við fórum síðan heim með tvö kerti sem við gerðum alveg sjálfar.

Halda áfram að lesa

Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands

April 17, 2023

Síldarminjasafn Íslands 
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.

Halda áfram að lesa

Þóra Björk Schram
Þóra Björk Schram

April 12, 2023

Þóra Björk Schram listakona
Dásamlega fallegu listaverkin hennar Þóru Björk heilla mann með fallegri gleði sinni rétt eins og hún. Heilla svo að það gleður mig að deila því með ykkur og benda ykkur á hana.

Halda áfram að lesa