Ástarosta kaka vegan!

June 15, 2025

Ástarosta kaka vegan!

Ástarosta kaka vegan!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.

Uppskriftin kemur beint frá smiðju Live Food sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi þegar þetta er ritað og með fullu leyfi til birtingar frá henni Fjólu hjá fyrirtækinu en hún var að kynna og gefa smakk af þessari dásemd og ég féll algjörlega fyrir henni ásamt fleirrum svo hérna kemur hún, að sjálfsögðu að mínum hætti.

Hérna er tengill beint á uppskriftina frá Live Food, skoða uppskrift

Ástarkaka með Rasperry Jam

Mín útgáfa af uppskriftinni:

1 dós af Hreinn kremástur 550 gr
100 gr flórsykur
1 1/2 tsk vanilludropar
1 peli af Hafrarjóma

Hafrakex-botninn
1 kassi af Hafrakexi, sjá mynd 
100 gr af vegan smjöri (brætt við vægan hita og kælt lítilega)

AÐFERÐ:
Kremástar-Massinn:

1) Best er að leyfa hreina Kremástinum að standa
í stofuhita í nokkra tíma, til að mýkja hann aðeins upp.
Má einnig setja hann rétt svo í örbylgjuofninn, á
afþýðingu, í c.a 1mínútu
 2) S e t j ið K r e m á s t i n n , F l ó r s y k u r i n n o g
Vanilludropana í hrærivélaskál og þeytið vel saman.
Setjið í aðra skál, og til hliðar, til að þeyta jurtarjómann.
3) Þeytið svo Vegan rjómann sér í skálinni þar til
hann er orðinn nokkuð vel stýfur. Mér fannst best að
nota "Vegan jurtarjómi Risso Chanty Duo" sem fæst í
heildsölu Garra. En það má nota hvaða rjóma sem er
eftir smekk hverjum og eins.
4) Hrærið Kremástarþeytinginn svo létt saman
við þeytta jurtarjómann, með sleif eða sleiku, þar til allt
er orðið silkimjúkt og glansandi. Smakkið til og bætið
meiri Vanilludropum, sítrónusafa eða öðru bragðefni
sem ykkur langar til að nota, þar til að mann langar
helst til að setjast uppí sófa með skeið og háma það í
sig. ;-)
5) Gott ráð er að setja Kremástarmassan í
sprautupoka, áður en hann er settur yfir botninn, sem
gefur líka tækifæri á að sprauta honum í bolla eða
krukkur, ef maður vill frekar búa til skammta fyrir hvern
og einn eða nota sem skemmtilega viðbót á hlaðborðið
með smáréttunum í veislunni sem fyrir höndum er.
Annars er líka í fínu lagi að setja hann í kæli, með loki, á
meðan verið er að klára að undirbúa restina af kökunni. 


Setjið hafrakexið í poka og myljið það vel niður.

Hafrakex-Botninn:
1) Myljið hafrakexið í matvinnsluvél, eða setjið í poka og
myljið með kökukefli, sem virkar líka fínt.
2) Bræðið smjörið við vægan hita, má setja í örbylgjuofninn
í nokkrar sekúntur, til að bræða smjörið. (En gætið þess að
það brenni ekki við.)
3) Hellið smjörinu yfir mulið hafrakexið og blandið saman
með höndunum eða með sleif.
4) Létt þrýstið Hafrakexsmjör mulningnum í formið. Gott að
nota smelluform sem auðvelt er að losa hliðarnar frá þegar borið
er fram. 

Þeytið hafrarjómann og bætið svo smurostablöndunni létt saman við

Byrjið á að setja hafrakex blönduna í botninn og svo blönduna þar ofan á

Ég setti svo ofan ná þessa líka ljómandi góðu Good Good Rasperry Jam sultu

Ég fékk svo mynstrið í með að draga gaffal yfir, ekki flóknara en það.

Tilbúin dásamleg Ástakaka til að bera fram og bjóða upp á.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ís með hvítu Toblerone
Ís með hvítu Toblerone

December 20, 2024

Ís með hvítu Toblerone
Ákvað að prufa að gera Toblerone ísinn með hvítu Toblerone, það eru svo sannarlega fleirri en ein útgáfa af honum og er þessi með púðursykri en finna má aðra á síðunni sem er með flórsykri.

Halda áfram að lesa

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa

Finnsk eplakaka!
Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Halda áfram að lesa