November 01, 2025
Háls í Kjós - Beint frá býli!
Ég skellti mér í laugardags-bíltúr í kjósina í sumar til að skoða það sem í boði var hjá þeim hjá Háls í Kjós en það hefur aukist til muna að fólk sé farið að kaupa beint frá býli og ég engin undartekning þar á enda gæðakjöt í boði á betra verði.
Það er bara nokkuð gott að fá sér helgarbíltúr í Kjósina og gera sér jafnvel dagamun í leiðinni enda hefur fjörðurinn upp á margt að bjóða og alveg dásamlega fallega náttúru fyrir ljósmynda áhugasama eins og mig.
Lisa Boije af Gennaes og Þórarinn Jónsson og eru bændurnir á bænum. Þórarinn er alinn upp á Hálsi en Lisa er frá Bern í Sviss.
En snúum okkur að kjötinu sem hægt er að versla sér þarna, því úrvalið er mjög mikið og ég ætla bara að láta myndirnar segja sína sögu um það og þar sjáið þið með berum augum það sem í boði er og meira til.
Hérna er svo ein uppskrift frá mér sem ég gerði með Entrecote steik sem ég keypti hjá þeim, æðislega góð steik. Sjá uppskriftina
Litla sveitabúðin þeirra...
Þarna fæst bæði ferskt kjöt ófrosið, eins og Entrecote, Rib eye, Leðurblaka, Trip Tip og Hælsteik. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg kunnug þarna Leðurblökunni né Tri Tip, fræðist um það í næstu ferð minni þangað.
Fullt af frosnu kjöti líka eins og Osso Buco, Short Ribs, Stroganoff, Kúlottu, Kalbi, Innanlæri og Carpaccio

Hakk og hamborgarar
Þarna er líka hægt að kaupa sér sælkeravörur frá Tariello en þetta truflupasta þarna kom með mér heim ásamt fullt af öðru sem ég verslaði mér. Pastað var himneskt og ég bjó til uppskrift með því sem má sjá hérna
Þetta er það sem ég verslaði mér í ferð minni og það sem ég er nú þegar búin að elda úr hefur verið alveg dásamlega gott eins og Entrecote steikurnar. Uppskrift má finna á síðunni af henni.
Búðin er opin hjá þeim á laugardögum og sunnudögum frá kl.14-18
Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 21, 2025
Vetrar matarmarkaðurinn 2025!
Var haldinn helgina 7 og 8.mars í Hörpunni eins og svo oft áður. Matarmarkaðurinn er svo heldur betur búin að stimpla sig inn hjá undirrituðum og öðrum áhugasömum um mat og matarmenningu.
June 25, 2025
Pizzaskóli Grazie Trattoria!
Við skelltum okkur vinkonurnar loksins í pizzaskólann hjá Grazie Trattoria en við vorum búnar að vera spenntar fyrir því að fara frá því í fyrra >(2024). Þarna var saman komin góður hópur af áhugasömum pizzaáhuga unnendum til að læra að gera sína eigin pizzu og pizzadeig að hætti Nabolíbúa.
February 19, 2025
East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast...