Pizzaskóli Grazie Trattoria!

June 25, 2025

Pizzaskóli Grazie Trattoria!

Pizzaskóli Grazie Trattoria!
Við skelltum okkur vinkonurnar loksins í pizzaskólann hjá Grazie Trattoria en við vorum búnar að vera spenntar fyrir því að fara frá því í fyrra (2024). Þarna var saman komin góður hópur af áhugasömum pizzaáhuga unnendum til að læra að gera sína eigin pizzu og pizzadeig að hætti Nabolíbúa. Sumir hverjir áttu sína eigin pizzaofna og spannst upp umræða hver þeirra væri góður og afhverju og lærðum við það allavega að það væri annað hvort gott að eiga 16" ofn eða með snúning svo það væri ekki erfitt að snúa pizzunni, góðir punkar þar.

Ég féll gjörsamlega fyrir þessu, já og að eiga pizzaofn með snúning og varð ofninn frá Jax handverk, honum Jóni Axel Ólafssyni fyrir valinu og ég gat sagt ykkur að pizzur og pizzagerð fór upp á algjörlega nýja hæð hjá mér, dúndur græja.


Inngangurinn þar sem ferlið er kynnt fyrir okkur...

Pizzadeigið


Nú þeir félagar Carlos og Michael kynntu hvorn sinn hlutann sem kemur að pizzagerðinni og fræddu okkur um þennan skemmtilega heim pizzunnar.

Þá var bara að græja á sig svuntu og skella sér í hanska og byrja

Ég get sagt ykkur að þarna voru þvílíkar meistarahendur að  verki, sumar svo reyndar að þær voru ráðnar á staðnum, laun, Limoncello eins og þú gast í þig látið eða svona innan skynsemismarka!

Eftir það hófumst við handa hvert og eitt og sýndum okkar listatakta í pizzagerðinni. 

Þarna lærði maður hvaða sósu var best að vera með.

Smelltum svo á þessari æðislegu pizzatómatsósu, mosarella ostinum sem var rifinn og alveg einstaklega ljúffengur og svo var það basilíkan og fyrir þá sem vildu, toppað með pepperoní.

Þarna fengum við sýnikennslu í hvernig best væri að skella pizzunni í ofninn, sjóðandi heitan!

Dásamlegt að sjá pizzurnar snúast þarna inni 

Þá tók við að skella pizzunni í um 350°c heitan ofninn eftir sýnikennsluna í því áður og viti menn, ég skellti henni inn eins og fagmaður en óskaði reyndar aðstoðar við að sækja hana inn aftur alveg sjóðandi heita og kraumandi, þvílíka pizzan, þvílíka veislan og þið segjið ekki neinum frá en það varð ekki arða eftir af henni!

Þetta var dásamlega skemmtileg samverustund með vinkonu og þarna mátti sjá saman komnar fjölskyldur, vini, feðga, mæðgur, pör og hjón og allir svo innilega glaðir með pizzagerðina sína. Ég mæli virkilega með og núna langar mig til að fara á pasta námskeiðið hjá þeim líka. Ég deili því þá með ykkur.

Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Námskeið Salt eldhússins!
Námskeið Salt eldhússins!

December 21, 2025

Námskeið Salt eldhússins!
Þegar maður er búin að fylgjast með spennandi námskeiðum hjá Salt eldhúsinu í þó nokkurn tíma þá freistast maður á endanum og maður getur alltaf lært eitthvað nýtt. Ég valdi  að fara á námskeiðið í Jólahlaðborðinu hjá þeim þar sem við settum saman 10 rétta jólahlaðborð.

Halda áfram að lesa

Fiðrildi.is
Fiðrildi.is

December 10, 2025

Fiðrildi.is - Ásdís Guðmundsdóttir
Fiðrildaferðir er ferðaskrifstofa stofnuð árið 2025 af Ásdísi þar sem hún leggur mikla áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu.

Halda áfram að lesa

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food markaður í Flóru!

November 23, 2025

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.

Halda áfram að lesa