Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

3-4 framhryggssneiðar
brauðrasp
1 egg
krydd eftir smekk, ég notaði Gott á lambið
Smjör/smjörlíki/olía eftir ykkar smekk
4-5 kartöflur í miðstærð

Setjið brauðrasp í skál og þeytið eggið í annari skál, skolið kjötið og þerrið aðeins, veltið því síðan fyrst upp úr egginu og svo brauðraspinu.

Bræðið smjörið/smjörlíkið/olíu á pönnu á hæsta hita, setjið kóteletturnar á pönnuna og þegar þið sjáið að safinn á kjötinu er farin að koma upp, snúðið þeim þá við og lækkið hitann niður í 2 á hellunni eða á lágan hita samkvæmt ykkar stillingum, setjið lokið á og látið malla í ca 20-25 mínútur.

Bauna skeiðin fæst hjá henni Maríu Kristu keto og einnig Fetaosta skeiðin, keypti mér hvorutveggja í fyrra og finnst þær dásamlegar og líka fallegt hugverk. Sjá má skeiðarnar hennar Maríu Kristu hér

Sjóðið kartöflunar í ca 18-20 mínútur
Hellið vatninu af og látið þær kólna í smá stund, skerið þær þá niður í sneiðar og setjið eins og 1.tsk af Svava sinnep sætu/sterku ofan á hverja sneið og svo mosarella ost þar ofan á og inn í ofn á 180°c í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.



Tegundirnar frá Svava sinnep eru 6 talsins: Sterkt með sætukeim, með aðalbláberjum og blóðbergi, kúmeni og ákavíti, með Flóka viskíi, með lakkrís og með rababbara, hver önnur betri.

Berið fram með kartöflusneiðum með Sterk/sætu sinnepi Svövu og mosarella osti,  salati og grænum baunum.

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt nauta lasagna!
Mexikóskt nauta lasagna!

March 07, 2024 2 Athugasemdir

Mexikóskt nauta lasagna
Fyrir stuttu síðan bjó ég til tortillu lasagna með kjúkling og það vakti þvílíka lukku að ég ákvað að búa til með nautahakki og það var hreint út sagt alveg frábært líka.

Halda áfram að lesa