Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

3-4 framhryggssneiðar
brauðrasp
1 egg
krydd eftir smekk, ég notaði Gott á lambið
Smjör/smjörlíki/olía eftir ykkar smekk
4-5 kartöflur í miðstærð

Setjið brauðrasp í skál og þeytið eggið í annari skál, skolið kjötið og þerrið aðeins, veltið því síðan fyrst upp úr egginu og svo brauðraspinu.

Bræðið smjörið/smjörlíkið/olíu á pönnu á hæsta hita, setjið kóteletturnar á pönnuna og þegar þið sjáið að safinn á kjötinu er farin að koma upp, snúðið þeim þá við og lækkið hitann niður í 2 á hellunni eða á lágan hita samkvæmt ykkar stillingum, setjið lokið á og látið malla í ca 20-25 mínútur.

Bauna skeiðin fæst hjá henni Maríu Kristu keto og einnig Fetaosta skeiðin, keypti mér hvorutveggja í fyrra og finnst þær dásamlegar og líka fallegt hugverk. Sjá má skeiðarnar hennar Maríu Kristu hér

Sjóðið kartöflunar í ca 18-20 mínútur
Hellið vatninu af og látið þær kólna í smá stund, skerið þær þá niður í sneiðar og setjið eins og 1.tsk af Svava sinnep sætu/sterku ofan á hverja sneið og svo mosarella ost þar ofan á og inn í ofn á 180°c í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.



Tegundirnar frá Svava sinnep eru 6 talsins: Sterkt með sætukeim, með aðalbláberjum og blóðbergi, kúmeni og ákavíti, með Flóka viskíi, með lakkrís og með rababbara, hver önnur betri.

Berið fram með kartöflusneiðum með Sterk/sætu sinnepi Svövu og mosarella osti,  salati og grænum baunum.

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa