Salthúsmarkaðurinn
July 14, 2021
Salthúsmarkaðurinn á StöðvarfirðiDásamlegt að heimasækja heimamenn og sjá hvað þeir eru að gera og má með sanni segja að þarna megi líta allsskonar dásemdar handverk frá bæði búsettum á staðnum og aðfluttum.

Ég kom þarna við og skoðaði vel og vandlega enda var ég mikil handverkskona sjálf og hef haft svo gaman af að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera fallegt.
Hugmyndaflugið maður minn, hvar stoppar það!

Það var margt um manninn og borðin svignuðu undan fallegum vörum.

Úrval af fallegum íslenskum peysum úr lopa.

Fallegar vörur úr hrauni.

Ég valdi mér einn fallegan sérsmíðaðan gaffal úr hrauni frá Þorsteini og Gunnhildi og fylgir hann minningu um mann sem fallin er frá en þær fréttir fékk ég frá sem þarna voru og stóðu vaktina þegar ég var að greiða fyrir vöruna.
Blessuð sé minning hans.

Þarna voru líka dásamlega fallegar vörur úr hreindýrahornum, allt nýtilegt eftir hann Jóa Jó.

Ásamt fallegum eyrnalokkum og hálsmenum.

Og ekki seinna að vænna en að byrja að safna í jólapakkana eða til skrauts.

Fallegu vörurnar hennar Möggu hjá Blúndugler í miklu úrvali.

Heimagerðar sultur ofl góðmeti.

Varasalvar, krem og íslenskar villijurtir svo fátt eitt sé nefnt.

Og svo voru það skemmtilegu gjafapokarnir, heimagerðir að sjálfsögðu.
Ég hafði gaman að þessari heimsókn og svo er alltaf svo gaman líka að eiga eitthvað til minningar um hana eins og minn fallega gaffal úr hrauninu sem gaman er að bera fram með, enda einstakur.
Ath að aðeins er um sumaropnun að ræða hjá þeim og
hér má finna síðuna þeirra á feisbókinni.
Deilið vinsamlega áfram.
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Skildu eftir athugasemd