May 10, 2022 2 Athugasemdir
Patró & Látrabjarg
Hátindur hafsins og alls ekki fyrir lofthrædda nema þá í fylgd með einhverjum til að halda í höndina á! Já trúið mér en á sama tíma líka gott fyrir egóið að takast á við eigin lofthræðslu, svo langt sem það nú nær ;)
Ég var komin á Patreksfjörð að hluta til að keyra út á hið ógnarlega en fagra bjarg, Látrabjarg. Það var reyndar þrautinni þyngri en ég hafði séð fyrir mér, hvað var ég eiginlega að hugsa, ég þessi ofurlofthrædda kona!
En ég var líka komin til að skoða bæinn, sjá hvað væri í boði og prufa nýjan veitingastað sem ég hafði ekki prufað áður.
Það var svo verulega skrítin tilfinning enn og aftur að geta ekki gert allt sem maður hafði ætlað sér vegna allsskonar sóttvarnar reglna og þess háttar og var mikið lokað en við dveljum ekki við það, gefur mér fulla ástæðu til að koma aftur.
Ég gisti á Fosshótelinu sem er eitt úr keðju Íslandshótelanna sem eru staðsett víðsvegar um landið og eru þau eins misjöfn eins og þau eru mörg, hótelið á Patreksfirði er mjög fínt og veitingastaðurinn niðri með góðan mat.
Fiskur & franskar sem ég fékk mér í ljósmyndaferð 2017, mjög gott.
Látrabjarg stendur yst við Breiðafjörð norðanverðan og er vestasti tangi landsins. Það markast af Keflavík í austri og Bjargtöngum í vestri. Bjargið er 14 km langt og hæst 444 m y.s. Ca 270 sinnum hæð mín.
Suðurhlíð bjargsins er sums staðar mjög sæbrött, annars staðar er hún víða með grasi grónum beltum.
Í fjörunni í Skápadal við Patreksfjörð hefur Garðari, elsta stálbáti Íslendinga, verið siglt á land. Hann er mikið skoðaður sem og myndaður og haf ég tekið þær nokkrar sjálf í nokkur skipti og má alveg sjá mun á honum hvert árið. Áhugasamir geta lesið um sögu hans hérna.
May 15, 2022
Gott hjá þér að ýta á. Alltaf gaman að outdo yourself
June 30, 2024
June 19, 2024 1 Athugasemd
May 06, 2024
Ingunn
May 15, 2022
Já nkl Nanna, takk fyrir það. Kv Ingunn