East Iceland Food Coop!

February 19, 2025

East Iceland Food Coop!

East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að  nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast almennilega um hvern og einn og hvað best væri að nota þetta allt saman í og þá datt mér í hug að deila því líka með ykkur á sama tíma. Það getur verið mismunandi á milli vikna hvað er í kössunum, allt eftir árstíð líka og hvað er í boði þaðan sem þetta kemur en á bakvið hverja vöru er skammstöfun á hvaðan hver og einn ávöxtur/grænmeti kemur, sem sagt frá hvaða landi.

Nú það sem í þessum kassa var núna!

Organic Pumpkin Hokkaido ES
Organic Kohlrabi red ES
Organic Kale ES
Organic Celery root ES
Organic Beets "Candy" DK
Organic Sunchokes DK
Organic Cherry tomatoes ES
Organic Salad "Romaine" ES
Organic oyster Mushroom NL
Organic Blood Oranges IT 1KG
Organic Clementines with leaves ES
Organic Lime BR
Organic Lemons ES
Organic Avocado ES
Organic Kiwi IT
Organic Mango PE

Og þá hefst fræðslan fyrir okkur! Við tökum þetta í sömu röð.

Þið finnið síðuna þeirra hérna á feisbókinni

Upplýsingar um hvert og eitt!

Hokkaido graskerið er eitt minnsta af tugum graskerafbrigða sem til eru. Þessi fjölbreytni bætir meira en upp þyngdarmuninn – 0,5 til 3 kíló að hámarki – með bragðinu. Hokkaido grasker deila mildu sætu bragði sínu með öðrum graskerafbrigðum, ásamt því að bæta við fullum hnetukeim.

Rauður kóhlrabi er líflegt og einstakt grænmeti þekkt fyrir perulaga lögun sína og sláandi rauðfjólubláa lit. Það tilheyrir hvítkálsfjölskyldunni og býður upp á milt, sætt og örlítið piparbragð.

Grænkál/Kale, einnig kallað laufkál, tilheyrir hópi kálafbrigða (Brassica oleracea) sem fyrst og fremst eru ræktuð vegna ætu laufanna; hún hefur einnig verið notuð sem skrautjurt.

Grænkál er ræktunarafbrigði garðakáls sem myndar ekki höfuð. Grænkál er talið standa nær hinu upprunalega garðakáli en önnur ræktunarafbrigði. Aðalræktunarsvæði grænkáls eru í Norður- og Mið-Evrópu og Norður-Ameríku. Jurtin er harðger en þolir illa hita og rakan jarðveg.

Sellerí/Celery root, einnig kallað sellerírót, hnúðsellerí, og rófurótt sellerí er hópur af ræktunarafbrigðum af Apium graveolens sem ræktaðar eru fyrir ætar perulíkar þeirra ...

Sælgætisrófan/Beets "Candy" sem heitir réttu nafni er sæt eins og nammi og hold hennar samanstendur af fallegum rauðum og hvítum hringjum til skiptis. Til að nýta þetta geturðu skorið það þunnt og notað hrátt í salöt – þegar það er eldað verður það einsleitt mjúkt bleikt.

Ætifífill/Sunchokes er fjölær jurt, náskyld sólblómi, sem er upprunnin á austurströnd Norður-Ameríku. Ætifífill er aðallega ræktaður vegna ætra rótarhnýða. Hnýðin eru oft elduð á svipaðan hátt og kartöflur en innihalda inúlín í stað sterkju.

Hvernig bragðast Ætifífill/sunchoke?
Sunchokes bragðast eins og mitt á milli kartöflu og þistils. Þau eru sæt, jarðbundin og hnetukennd viðkomu.

Kirsuberjatómaturinn/Cherry tomatoes er tegund af litlum kringlóttum tómötum sem talið er að sé erfðafræðilegt millistig á milli tómata af villtum rifsberjagerð og garðtómötum. Kirsuberjatómatar eru í stærð frá þumalfingur og upp í stærð golfkúlu og geta verið allt frá kúlulaga til örlítið ílangir í lögun.

Salad "Romaine
Romaine eða cos salat er afbrigði af salati sem vex í háum haus af sterkum dökkgrænum laufum með stífum rifjum niður í miðjuna. Ólíkt flestu salati þolir það hita.


Ostruvængur/Oyster Mushroom er tegund matsveppa sem eru ræktaðir víða um heim til matar. Hann var fyrst ræktaður í fyrri heimstyrjöld í Þýskalandi sem uppbótarfæða. Einnig hefur hann verið notaður til að brjóta niður mengandi efni í náttúrunni. Hann vex yfirleitt á dauðum viði, en þrífst á margs konar ræktunarefni.

Blóðappelsína/Blood Oranges er afbrigði af appelsínugulum með rauðleitum, nálægt blóðlitu holdi. Það er ein af sætum appelsínugulum afbrigðum (Citrus × sinensis). Það er einnig þekkt sem hindberjaappelsína. Blóðappelsína. Blóðappelsína í sneiðum.

Klementínur/Clementines with leaves með laufum frá Suarone eru litlir, safaríkir og sætir sítrusávextir sem eru þekktir fyrir einstakt bragð og yfirburða gæði. Þessar klementínur eru ræktaðará Spáni og eru vandlega handtíndar, með laufin eftir áföst til að varðveita ferskleika þeirra og náttúrulega ilm.

Lime eru súrir, kringlóttir og skærgrænir sítrusávextir. Það eru margar tegundir af lime, þar á meðal Key lime, persneskur lime, eyðimerkur lime og makrut lime. Hver þessara tegunda hefur einstaka eiginleika.

Sítrónur/Lemons fræðiheiti Citrus x limon er blendingsafbrigði sítrustrés sem er ræktað á hitabeltinu og á heittempruðum svæðum. Heiðgulur ávöxturinn inniheldur súran safa sem inniheldur 5% síturssýru og með sýrustig 2 til 3. Sítrónutréð getur orðið allt að sex metrar á hæð en er yfirleitt mun minna.

Lárpera eða avókadó er ávöxtur af lárperutré sem er upprunnið í Mexíkó. Það er blómplanta af ættinni Lauraceae. Tréð ber egglaga ávöxt sem kallast lárpera. Lárpera hefur verið ræktuð í mörg árþúsund.

Kíví/Kiwi er ber sem vex á kívifléttunni og skyldum klifurrunnum. Kíví rekja uppruna sinn til Kína en voru ekki ræktuð til matar þar. Kívírækt hófst á Nýja Sjálandi í byrjun tuttugustu aldar. Frá Nýja Sjálandi voru kívíin síðan flutt til vesturlanda á sjötta áratug. Alengasta ræktunarafbrigði í dag er "Hayward"

Mangó er einn sá allra vinsælasti ávöxtur í heimi. Hann er afar næringaríkur og er yfirleitt kallaður “The King of the Fruits”.

Mangó er stútfullur af A, C, E og B-complex vítamínum og einnig má finna beta-carotene og alpha-carotene í mangó. Talað er um mangó sem “anti cancer” mat og er hann talinn vera sérlega góður í baráttunni við lungna, brjósta, ristils, blóð, blöðruhálskirtils og munn krabbameinum.

Mangó er einnig talinn vera afar góður í baráttunni við heilablóðfall, hjartasjúkdóma, gigt, öndunarfærasjúkdóma og nýrna sjúkdóma.

Í mangó má einnig finna ensími og er hann einnig prebiotic matur sem þýðir að hann inniheldur efni sem að örvar og fæðir góðu bakteríurnar í ristlinum. Og er það afar gott fyrir meltinguna.

Mangó er einnig ríkur af B-6 sem er nauðsynlegt fyrir serotonin og dópamínið í heilanum. Einnig er það afar gott til að viðhalda góðum hormóna balance og styrkja ónæmiskerfið. Mangó hjálpar líkamanum að brjóta niður sykur, fitu og prótein.

Og enn einn kosturinn við mangó er að hann er talinn koma í veg fyrir svefnleysi og þú átt að sofa betur ef þú hefur mangó í þínu mataræði. Mangó lækkar kolestrólið og er ríkur af trefjum, pectin og C-vítamíni.

Mangó gerir augunum gott og er afar góður gegn næturblindu og þurrum augum. Mangó er einnig dásemd fyrir húðina og má nota hann sem maska á andlitið til að losna við bólur og fá náttúrulega gljáa á andlitið.

Nota má mangó á marga vegu og passar hann með bæði sætum og sterkum mat. Hann er mikið notaður í boost drykki, salöt, salsa og er æðislegur út á skyr og hafragrautinn.

Allar upplýsingar um ávextina og grænmetið fann ég víða á snjáldrinu.

Samantekt og myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 03, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 3
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 01, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 2
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

January 31, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 1
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa