February 19, 2025
East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast almennilega um hvern og einn og hvað best væri að nota þetta allt saman í og þá datt mér í hug að deila því líka með ykkur á sama tíma. Það getur verið mismunandi á milli vikna hvað er í kössunum, allt eftir árstíð líka og hvað er í boði þaðan sem þetta kemur en á bakvið hverja vöru er skammstöfun á hvaðan hver og einn ávöxtur/grænmeti kemur, sem sagt frá hvaða landi.
Nú það sem í þessum kassa var núna!














Mangó er stútfullur af A, C, E og B-complex vítamínum og einnig má finna beta-carotene og alpha-carotene í mangó. Talað er um mangó sem “anti cancer” mat og er hann talinn vera sérlega góður í baráttunni við lungna, brjósta, ristils, blóð, blöðruhálskirtils og munn krabbameinum.
Mangó er einnig talinn vera afar góður í baráttunni við heilablóðfall, hjartasjúkdóma, gigt, öndunarfærasjúkdóma og nýrna sjúkdóma.
Í mangó má einnig finna ensími og er hann einnig prebiotic matur sem þýðir að hann inniheldur efni sem að örvar og fæðir góðu bakteríurnar í ristlinum. Og er það afar gott fyrir meltinguna.
Mangó er einnig ríkur af B-6 sem er nauðsynlegt fyrir serotonin og dópamínið í heilanum. Einnig er það afar gott til að viðhalda góðum hormóna balance og styrkja ónæmiskerfið. Mangó hjálpar líkamanum að brjóta niður sykur, fitu og prótein.
Og enn einn kosturinn við mangó er að hann er talinn koma í veg fyrir svefnleysi og þú átt að sofa betur ef þú hefur mangó í þínu mataræði. Mangó lækkar kolestrólið og er ríkur af trefjum, pectin og C-vítamíni.
Mangó gerir augunum gott og er afar góður gegn næturblindu og þurrum augum. Mangó er einnig dásemd fyrir húðina og má nota hann sem maska á andlitið til að losna við bólur og fá náttúrulega gljáa á andlitið.
Nota má mangó á marga vegu og passar hann með bæði sætum og sterkum mat. Hann er mikið notaður í boost drykki, salöt, salsa og er æðislegur út á skyr og hafragrautinn.
Allar upplýsingar um ávextina og grænmetið fann ég víða á snjáldrinu.
Samantekt og myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 21, 2025
Námskeið Salt eldhússins!
Þegar maður er búin að fylgjast með spennandi námskeiðum hjá Salt eldhúsinu í þó nokkurn tíma þá freistast maður á endanum og maður getur alltaf lært eitthvað nýtt. Ég valdi að fara á námskeiðið í Jólahlaðborðinu hjá þeim þar sem við settum saman 10 rétta jólahlaðborð.
December 10, 2025
Fiðrildi.is - Ásdís Guðmundsdóttir
Fiðrildaferðir er ferðaskrifstofa stofnuð árið 2025 af Ásdísi þar sem hún leggur mikla áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu.
November 23, 2025
Slow Food markaður í Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.