April 28, 2021 4 Athugasemdir
Marksækjandinn sem er orðin Markþjálfi í dag!
Hvað þýðir það ?
Hvað er það ?
Mig langar til að segja ykkur aðeins út á hvað það gengur svona í eins stuttu máli og ég get og hver mín upplifun var á að fara í markþjáfun, þá fyrst sem marksækjandi, hvað markþjálfun gerði fyrir mig og svo afhverju ég tók þá ákvörðun að fara í námið sjálft.
Í mínum fyrsta tíma sem marksækjanda þá byrjaði ég á því að skoða hvað það væri sem mig langaði til að fá út úr tímanum mínum eftir að hafa fengið stutta kynningu á því hvað þetta gengi nú allt út á sem slíkt en það eru margir sem halda að þarna sé maður kominn til að sækja sér einhver ráð, ráðgjöf eða annað á þeim nótunum en nei, aldeilis ekkert þannig í boði!
Já og jú,,,, ég hélt það líka.
Áður en áfram er haldið þá vil ég segja ykkur að ég var að hitta nema sem var að læra hjá Evolvía hana Eydísi Eyjólfsdóttir en hún var þá að safna sér tímum í náminu sínu en hver og einn þarf að afla sér reynslu með því að markþjálfa á námstímanum og ég er afar þakklát sjálfri mér að hafa bæði gripið tækifærið og þegið tímana sem hún var að bjóða og að vera tilbúin í að eiga þessi snilldarinnar samtöl við mig sjálfa.
Afar skemmtileg og fræðandi samtöl ykkur að segja!
Já hvað meina ég með því, samtal við mig sjálfa, hmmm jú markþjálfunin gengur einmitt út á það að eiga samtal við sjálfan sig í einsskonar speglun þar sem markþjálfinn spyr spurninga og leiðir mann áfram í gegnum ferlið, heldur manni við fókusinn og krefur mann um svör en þó aldrei án þess að vera í fullu samráði við sækjandann. Það er reynt að kafa eins djúpt í kjarnann og maður er tilbúin/n til og þá skiptir líka miklu máli að vera heiðarlegur við sjálfan sig en algjör trúnaður gildir í samtölunum sem er partur af siðareglum ICF.
Ég var ofurspennt, gott spjall átti sér stað, leitað var af umræðuefni og ýmislegt skoðað og að endingu komist að samkomulagi hvað taka átti fyrir í tímanum.
Honum var svo sannarlega vel varið, því hann er svo dýrmætur fyrir mann sjálfan og fór ég heim full tilhlökkunar á því sem ég var að fara gera næst.
Ég varð full af eldmóð og spennt fyrir því að fara hitta markþjálfan aftur að nokkrum vikum liðnum en þann tíma nýtti ég mjög vel.
Ekki er algilt að nokkrar vikur þurfi að líða á milli, gott getur líka verið að hittast vikulega en þetta hentaði mér á þessum tíma í því verkefni sem ég hafði sett mér fyrir en það var að fara vinna aftur í síðunni minni. Síðan er svo mitt langtíma verkefni sem ég er í dag afar stolt af mér og fyrir að hafa tekið þá ákvörðun í upphafi að hitta markþjálfan því hann var svo sannarlega að hjálpa mér að koma mér af stað aftur bara með því að vera til staðar. Svo er líka svo gott og nærandi að fá hrós og hrósa sjálfum sér og það er eitt af því sem ég hef reynt að gera markvist undanfarið.
Hvert skipti var svo gefandi & nærandi og ég féll gjörsamlega fyrir aðferðinni og því sem markþjálfunin gengur út á. Þegar upp er staðið þá erum við oftar en ekki okkar bestu ráðgjafar sjálf og vitum alveg hvað okkur langar og hvað við þurfum að gera til að komast þangað, það sem okkur vantar oft bara er einhvern sem hlustar á mann, er til staðar með viðveru sinni og endur tekur orð manns og hugsanir.
Markþjálfamyndin mín, hópurinn saman og kennarar.
Í einum markþjálfa æfinga/skipti tímanum mínum ræddi ég bið mína eftir því að sjá fyrir mér einhverja mynd til að mála en móðir mín hafði gefið mér trönur, striga, pensla og málningu árið 2018. Ég hafði fært þær á milli staða á heimilinu margsinnis en var bara alveg tóm, ég sá enga mynd fyrir mér, ekkert, svo ég tók þá ákvörðun einn daginn að nú skyldi ég hætta að bíða og stillti öllu upp.
Daginn eftir settist ég svo niður án þess að vita hvað ég var að fara mála og þetta varð útkoman lét ekki á sér standa og ekki nóg með það að ég sá næstu mynd fyrir mér og svo koll af kolli sem ég á eftir að sýna ykkur einn daginn.
Þetta bara gerðist svo alveg af sjálfu sér án alls þrýstings og í góðu flæði.
Ég hafði hafði lesið mér til um námið árið 2019 sem ég hafði svo marg oft heyrt talað um en vissi svo fátt um engu að síður. Það kom mér því ánægjulega á óvart þegar ég hafði kynnt mér það betur og ég fann fyrir spennu í hjarta mínu, Var þetta kannski eitthvað fyrir mig!
Eitthvað kallaði á mig….
Ég hafði því miður lent í því sama ár að handleggsbrjóta mig illilega á hægri upphandlegg og öxl svo ekki var í boði fyrir mig að sækja námið þá eins og ég hafði hugsað mér og í dag sé ég að var heppilegt fyrir mig því annars hefði ég trúlega ekki upplifað það svona sterkt að vera marksækjanda megin.
Ég trúi því að þessa leið hafi ég átt fara, fyrst sem marksækjandi og svo í námið sjálft sem ég og gerði svo árið 2020 og hefur það ekki gert mér neitt annað en gott svo ég mæli með því fyrir hvern sem er.
Óheppnin mín varð að heppni, hver hefði nú trúað því.
Öll þau töfratól sem ég fékk upp í hendurnar eru svo ólýsanleg og máttug að ég óska þess að allir fái sitt tækifæri á að kynnast þeim og hvað þau geta fært þeim, því þau eru nánast ólýsanleg. Ef ég ætti að reyna að lýsa þessu á einhvern hátt þá væri það eins og að finna hjarta sitt tútna út frá einhverri svo djúpri tilfinningu en það verður hver og einn verður svo að lýsa sinni upplifun sjálfur.
Ég hefði svo gjarnan viljað að þessi dásamlega aðferðafræði hefði verið til í mínu uppeldi, þessi mögnuðu töfratól úr fjársjóðs kistunni sem maður fær upp í hendurnar í náminu og þegar ég var að ala upp syni mína. Gott hefði verið ef þetta hefði verið partur að grunnnámi í skóla og í daglegu lífi mínu, því ég vil trúa að það hefði létt okkur öllum lífið til muna og gott betur en það.
Hvað sem út úr náminu kemur og hvað sem þú kemur til með að fara með það, tekur það aldrei frá þér alla þá visku, þann lærdóm, innsýn, viðveru, vitundasköpun, hlustun og vöxt svo fátt eitt sé nefnt.
Og til fróðleiks má geta að markþjálfun er á fullri leið bæði inn í skólana og eins inn í fyrirtæki í dag. Það má því segja að það sé mikil vitundasköpun í gangi sem er svo dýrmætt.
Þetta er svo mikil sjálfrækt og bætandi að öllu leiti.
Námið bætir mann í mannlegum samskiptum og tjáningu, er frelsandi, opnar á eitthvað sem maður hafði lokað á, umturnar manni gjörsamlega, fær mann til að hugsa margt upp á nýtt, krefur, vegur, heillar og það sem mér finnst mest léttandi í lífinu og tilverunni í dag er að maður hlustar öðruvísi. Maður er meira til staðar, hvílir ráðgjafann eða setur hann á mute eins og við segjum oft og svo spyr maður allt öðru vísi spurninga í dag en maður gerði áður, vitið, þetta er svo frelsandi, hressandi, kætandi og mann bætandi svo ég tali nú ekki um afslappandi, var ég búin að segja frelsandi.
Hvað er hægt að biðja um meira.
Að lokum:
Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að kynna þér markþjálfunar námið sjálft þá vil ég benda þér á Evolvía þar sem þú getur kynnt þér allt um námið.
Mínar ljúfustu kveðjur
Markþjálfinn Ingunn Mjöll
May 03, 2021
Orðin þin leika og dansa. Til hamingju með ferðalagið sem þú ert á – heyri svoo spennandi möguleika! Yiii spennt
April 29, 2021
Takk elsku Hulda mín fyrir falleg orð, þetta hefur svo sannarlega verið dásamlegt ferðalag sem er hvergi nærri lokið, bara rétt að byrja og alveg dásamlegt að vera samferða þér í því líka á sama tíma. Mínar bestu kveðjur. Ingunn
April 29, 2021
En hvað þetta er skemmtilegt ferðalag hjá þér Ingunn Mjöll og dásamlegt að sjá hvað getur kviknað og vaxið. Ekkert smá fallegt boð hjá þér þarna í lokin og heppnir þeir sem þiggja það hjá þér. Ég veit líka hversu gott það er að koma til þín í markþjálfun, svo góð nærvera, speglun og hlustun. Mæli með.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 13, 2024
December 12, 2024
December 06, 2024
Ingunn
May 05, 2021
Takk Matilda, dásamlegt ferðalag.