Mannamót í Kórnum - Hluti 1

February 05, 2024

Mannamót í Kórnum - Hluti 1

Mannamót í Kórnum 18.janúar 2024

Vesturlandshlutinn!

Einu sinni á ári halda Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Þetta var 10.árið og var sú breyting höfð á hjá þeim að bjóða upp á þriggja daga dagsskrá sem endaði svo á Mannamót í Kórnum í Kópavogi þann 18.janúar frá 12-17.

Ég var rétt búin með helminginn þegar klukkan var orðin 17 og ég hugsaði fyrst að ég hefði heldur betur misst af hinum helminginum, þetta hefði eiginlega þurft að vera í tvo daga en sá svo að ég hefði hitt einmitt þá sem ég þurfti á að halda þetta árið því stefnan er tekin á nyrsta kafla Íslands, Kópasker, Þórshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð, Raufarhöfn, Langanesið og Heimskautsgerðið með viðkomu á einhverjum stöðum á leiðinni hringinn til að tengja alla ferðina saman.

Ef þú lesandi góður hefur ábendingar fyrir mig um gistingu á hringveginum og á þessum stöðum sem ég tel upp hérna að ofan, nú eða ert með einhverja þjónustu, ert einyrkji, veitingastað, kaffihús, gistingu eða annað sem þú telur að ég hefði gaman af að sjá, kynnast, fræðast og skrifa um, hafðu þá samband við mig á ingunn@islandsmjoll.is - Hlakka til að heyra frá ykkur!

Ég hugsaði einmitt, þar sem ég hef verið að ferðast um landið okkar fallega síðustu árin og skrifa/blogga um ferðirnar mínar, hvar ég gisti, borða, hvað ég sé, einyrkja, handverksfólk og allt sem vekur áhuga minn að Ísland væri svo sannarlega STÓRASTA LAND Í HEIMI og ég er ekki einu sinni búin með nema brota brot en eins og ég hef alltaf sagt og segi enn, góðir hlutir gerast hægt.

Það sem skiptir mig mestu er að njóta í nátturunni, njóta útsýnis, matar, hitta nýtt fólk, kynnast bæjarfélögunum og virkja tengslin og það gerði maður svo sannarlega á Mannamót, hlakka mikið til sumarsins og svo næsta árs að hitta fleirri ferðaþjónustu aðila víðsvegar á landinu á einum stað til að setja upp næstu ferð/ir. 

ISLAND, STÓRASTA LAND Í HEIMI!!

Markaðsstofur landshlutanna má finna á feisbókinni hér

Hérna eru svo myndirnar sem ég tók og smávegis upplýsingar um þá aðila sem ég hitti, suma þekkti ég og aðra var ég að hitta í fyrsta sinn og lofar sumar 2024 góðu.

Spennandi viðburður á Ströndum sumarið 2024
Sauðfjársetur á Ströndum er staðsett í félagsheimilinu Sævangi. Það stendur við þjóðveg 68 og er 12.km sunnan við Hólmavík. Þar er líka að finna kaffihúsið Kaffi kind sem á svo einstaklega vel við en þar er hægt að gæða sér á gæðakaffi, vöfflum, ís, súpu og lambasteik svo fátt eitt sé nú upptalið. Eitt af því sem ég hreinlega elska er að bæklingurinn þeirra er á bæði íslensku og ensku, takk fyrir það. Þarna á ég eftir að koma einn daginn og skoða.
Finna má þau hérna á feisbók
Heimasíðan hérna


Anna Björg Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri hjá Galdrasýning á Ströndum
Safnið er staðsett á Höfðagötu 8-10, Hólmavík
Heimasíða þeirra
Feisbóksíðan hér


Kertahúsið - Aðalstræti 20 - Ísafirði

Kertahúsið er hugarfóstur hjónanna Gunnars Inga Hrafnssonar og Sædísar Ólafar Þórsdóttur, búsett á Vestfjörðum á Suðureyri. Kertahúsið framleiðir allskyns kerti, hefðbundin sem óhefðbundin.

Fyrsta vörulína kertahússins er afsteypur af íslenskum byggingum, byggingar sem vekja góða minningar, nostalgíu, hafa mikla sögu eða eru sérstakur arkítektúr.

Komið á heimsóknarlistann minn.

Feisbók síða þeirra
Heimasíðan þeirra hérna

Skemmtileg útfærsla á eldgosi hjá Kertahúsinu

Hérna var verið að kynna Borea Adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2006 og er rekið af Rúnari Karlssyni og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Þau eru bæði fædd og uppalin á Ísafirði. Fyrirtækið er staðsett á Ísafirði og selur allsskonar dagsferðir eins og göngu, kajaka, fjallahjóla, skíða og dýralífs en einnig nokkra daga ferðir sem lesa má allt um hérna, reyndar eingöngu á ensku! Og þá er það bara elsku Google translate.

Skemmtileg og mannbætandi náttúruupplifun í sátt við umhverfið.

Hérna eru þær Katrín, Ragnhildur og Lilja hjá Strandferðum að kynna starfsemina. Strandferðir bjóða upp á ferðir frá Norðurfirði. 
Gunna Beta 2609 siglir frá Norðurfirði til Drangskarða, Reykjafjarðar, Furufjarðar, Látravík, Hornbjargsvita og Hornvíkur.
Salómon Sig 7787 siglir frá Ísafirði samkvæmt upplýsingum á síðunni þeirra á feisbók, sjá hér

Gamli bærinn, kaffihús & gisting á Brjánslæk. Hérna eru það þau Jóhann P.Ágústsson og Halldóra I.Ragnarsdóttir sem voru að kynna starfsemi sína á Brjánslækjarbúinu á Barðaströnd.

Sælan í sveitinni..

Boðið er upp á bændagistingu í þremur herbergjum í gamla presbústaðnum á Brjánslæk sem var byggður árið 1912. Hægt er að bóka gistingu á Booking en líka beint hjá þeim Halldóra - 860-7333, Jóhann - 824-3108 eða senda þeim tölvupóst á netfangið brl2@simnet.is

Þarna hefur fjölskyldan opnað kaffihús í gamla bænum á Brjánslæk þar sem boðið er upp á kaffi og með því. Þarna er líka hægt að fræðast um Hrafna Flóka ofl áhugavert. Opnunartímar eru frá 11-18:30 frá 15.júní - 14.ágúst

Svo eru þau að selja líka kjötvörur beint frá býli og það elskum við svo sannarlega. Hérna er hægt að fara beint inn á Kjötvörunar

Þetta er svo sannarlega staður til að heimsækja í næstu ferð minni vestur.

Sjá síðuna þeirra hérna á feisbók
Heimasíðu þeirra má finna beint hérna og þar er allt til fyrirmyndar bæði á íslensku og á ensku, takk fyrir það.

Hérna er hún Helga Ingeborg Hausner sem á og rekur Ísafjörður Guide og hefur gert í yfir 10.ár en við kynntumst í skemmtilegu frumkvöðlastarfi. 
Helga hefur fengið í lið með sér son sinn Tobías þar sem fyrirtækið hefur bara vaxið og vaxið á síðustu árum. Ísafjarðar Guide býður upp á allsskonar gönguferðir um bæinn sjálfann, Ísafjarðargönguna, svo er ganga um Álfa, tröll og sögur um þá, Jarðfræðigöngur, Plöntugöngur, Haustlita og Náttúrugöngur svo fátt eitt sé nefnt. Allar göngurnar eru hugsaðar fyrir smærri hópa. 
Sjá meira á heimasíðunni þeirra Ísafjörður Guide. Ath að hún er eingöngu á ensku og þýsku ((google translate))
Feisbókar síðan þeirra er hérna

Ég mun allavega ekki koma til Ísafjarðar öðru vísi en að hitta hana Helgu og fara með henni í létta göngu um bæinn og fræðast.

Tobias sonur hennar Helgu og einn af farastjórunum líka í dag.

Hérna eru þau Atli Freyr og Bjarnheiður að kynna Eiríksstaði.

Ég heimsótti staðinn fyrir nokkrum árum síðan og skrifaði um hann og sögu hans, þarna var virkilega gaman að koma og frásögnin skemmtileg og fræðandi og mæli ég með heimsókn á þennan sögufræga stað. Hérna er svo hægt að lesa það sem ég skrifaði um Eiríksstaði og söguna um söguna um þá Eirík rauða og Leif heppna en þar var heimili þeirra fjærri mannabyggðum á öldum áður.Næsti hluti væntanlegur von bráðar,,,,
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa

Sinnep Svövu
Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu 
Sinnep Svövu eða Sælkerasinnepið hennar Svövu sem ég kalla það alltaf hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri eða að mínum mati, allar góðar og gott að geta valið sitt uppáhalds.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 3
Mannamót 2024 - Hluti 3

February 21, 2024

Mannamót 2024 - Hluti 3
Og áfram höldum við og núna erum við komin norðaustur eða á leiðinni þangað í það minnsta með smá viðkomu á Mývatni og Húsavík.

Halda áfram að lesa